Búnaðarrit - 01.01.1917, Blaðsíða 71
BÚNAÐARRIT
65
feita mjólk. Kýrnar í Miðengi í Grímsnesi eru jafnbeztu
kýrnar sem til eru í nautgriparæktarfélögunum árin
1910—15.
A. 10. NautgriparœJdarfélag Skeiðahrepps. Meðal-
kýrin þar hefir verið að batna, og á sjálfsagt eftir að
batna enn. 1913—’14 er hún þó niður Ur öllu valdi,
hvað nythæð snertir, og valda því hröktu heyin og
kalda vorið.
A. 11. Nautgriparœktarfélag BisJcupstungna. Árið
1912—’13 mjólka kýrnar í þessu félagi minna en áður,
og veit eg eigi hvað veldur. 1910—’ll voru 145 full-
mjólkandi kýr í félaginu, en síðan hefir þeim fækkað,
og 1912—’13 eru að eins í því 72 kýr (móti 137 árið
áður). Þá er ekki nema tæpur helmingur af bændum
þar í félaginu, og því er meðaltalið frá því ári varla
sambærilegt við undanfarin ár. 1914—’15 sendi félagið
enga skýrslu, en þó mun það ætla að starfa áfram.
Kýrnar í þessu félagi eru enn mjög misjafnar, og hafa
ekki batnað nema á einstöku bæjum, síðan fálagið var
stofnað. Þó er félagið svo gamalt, að vænta mætti nokkurs
árangurs.
A. 12. NautgriparœJdarfélag HnmamannaJirepps er
með eldri félögunum. Kýrnar í þvi eru orðnar all-jafnar
og góðar. Hrakta taðan og kalda vorið 1913—’14 lækka
hér sem annarsstaðar arð meðalkýrinnar.
A. 13. NautgriparœJdarfélag OnúpverjaJirepps. Kýrnar
í því eru jafn-góðar, og meðalkýrin er mjög góð. 1913—
’14 var taðan hrakin og vorið kalt, og því mjólka kýrnar
þá heldur ver en áður. En það er eins og vorharðindin
og hrakta taðan hafi ekki komið eins við kýrnar í Gnúp-
verjahreppi og víða annarsstaðar, og væri gaman að vita
hvernig á því stæði. — Var sameinað A. 12 1908—11.
A. 14. Nautgriparœldarfélag Hraungerðishrepps er
ungt, og hefir .ekki enn tekist að bæta meðalkúna.
Sama er að segja um
A. 15. NaidgriparœJdarfélag ReyJcdœla og Hálsa-
5