Búnaðarrit - 01.01.1917, Blaðsíða 54
48
BÚNAÐARRIT
afar-háar sektir við drápi æðarfuglsins, en láta það vera
vítalaust að lögum, að farga eggjunum tugum þúsunda
saman ár hvert. En sumir varpeigendur talá lítið um
þá hlið friðunarinnar; hitt hefir oftar heyrst úr þeirra
flokki, að hinar lögákveðnu sektir fyrir æðarfugladráp
væri helzt til lágar. Þeir vilja með öðrum orðum sjálfir
hafa leyfi til að drepa fuglinn unnvörpum, en aðra vilja
þeir láta elta með laga-aðförum og háum sektum, ef þeim
verður á að drepa æðarfugl. Það er öðru nær, en að eg
viiji mæla æðarfuglamorðingjunum bót, en eg vil ekki
að varpeigendur hafi einkaleyfi til að fremja sama lög-
brotið með hóflausri eggjatöku. Það er ranglátt, og við
því ranglæti hefir löggjafarvaldið viljað reisa skorður, en
fengið óþökk sumra mætra manna, bæði varpeigenda og
annara, fyrir.
Það er að visu ekkert undarlegt, þótt þeir, sem gera
sér það að meiri og minni atvinnu, að drepa æðarfug),
telji lítinn feng í friðunarlögum æðarfuglsins, en hitt
sætir meiri furðu, að þeir mennirnir, sem hafa æðarvarps-
ræktina að atvinnu, skulu sumir hverjir amast hvað m«st
við eggjatökubanninu, þótt þeir séu sviftir stundar-
hagnaði af því, að spilla þessum atvinnuveg bæði fyfir
sjálfum sér og öðrum.
Varnirnar fyrir eggjatökunni eru aðallega þessar:
1. Varpeigendum sjálfum á að vera trúandi til að taka
ekki egg varpinu til hnekkis.
2. Fuglinn verpur fleiri eggjum en hann fær klakið út;
þess vegna er eggjatakan nauðsynleg til að fyrir-
byggja að eggin verði kaldegg.
3. Fuglinn getur síður varið unga sína fyrir óvinum
þeirra, ef hann fær að unga út öllum eggjum sínum
og ungarnir því verða fleiri.
•4. Vörpin vaxa ekki meira hjá þeim, sem engin egg
taka, en bjá hinum, sem það gera.