Búnaðarrit - 01.01.1917, Blaðsíða 150
344
BÚNAÐARRIT
Hann hefir aukið mjög sitt tún og sléttað. Byrjaði hann
á því 1889, að girða túnið með grjótgarði. Eitt fyrsta
handtakið hans var það, að hann færði í garðinn heljar-
stóran stein, sem er um 1,10 metri á hæð og lengd
og nálægt 40 sentímetrar á þykt. Telur hann, að þessi
steinn og garðurinn verði minnisvarði sinn. Og víst er
um það, að bæði steinninn og garðurinn stendur þarna
lengi. Siguiður er einkar-hjálpfús m'aður, og er einn af
þeim, sem engum getur neitað um bón eða greiða.
Af öðrum jörðum í Kollafirðinum eða í Fellshreppi,
sem bættar hafa verið, má nefna meðal annara Stóra-
Fjarðaihorn og Ljúfustaði. Quðjón kaupfélagsstjóri og
alþm. Quðlaugsson, sem bjó á Ljúfustöðum í 15 ár,
1887—1902, gerði þar miklar umbætur, og mun jöiðin
búa lengi að þeim. Hann girti túnið og sléttaði. Sagt er,
að hann hafi verið sá fyrsti í Steingrímsfirði, er notaði
járnþak á hlöðu og fjárhús. Nú eru í hreppnum 10 hlöður
undir járni. En annars eru hlöður almennar í Stranda-
sýslu, og á sumum bæjum fyrir alt hey.
í Þrúðardal býr fátækur maður, Andrés Magnússon
að nafni. Hann er leiguliði og einyrki, en í þau 6 ár,
sem hann hefir búið þar, hefir hann gert mikið eftir
ástæðum.
í Kiikjubólshreppi er góður búskapur, og gerðar jarða-
bætur þar meiri og minni á flestum eða öllum jörðun-
um. Sérstaklega sitja þeir fallega jarðir sínar Björn
hreppstjóri Ealldórsson á Smáhömrum og Qrímur Ste-
fánsson í Húsavik. Björn á Smáhömium hefir t. d. sléttað
alt túnið, um 4V2 hektara, og girt það.
Á Klúku býr ungur bóndi, Þórður Þórðarson, dugn-
aðarmaður og gerir mikið.
Ótalinn er enn sá maðurinn, sem vafalaust er mestur
jarðabótamaður af núlifandi mönnum í sýslunni, og þó
að víðar væri leitað, en það er Jón bóndi Jónsson í
Txöllatungu.