Búnaðarrit - 01.01.1917, Blaðsíða 103
BÚNAÐARRIT
97
þess munu leggja þá spurningu fyrir bændur, hvort þeir
eigi að farga skepnum eða kaupa fóðurbæti. Á svarinu
veltur mikið, því hér er um stórt hagsmunamál að ræða.
Þessi tilraun er vísir í þá átt að svara spurningunni;
en betur þarf að athuga þetta efni, einkum í sambandi
við beit, sem er önnur aðaltaug landbúnaðarins íslenzka.
Júní 1916.
Andrés Eyjólfsson.
lí. Á Leifsstöðnm veturinn 1914—1915.
Fóðurtilraunir þær á ám, sem eg samkvæmt samningi
við ráðunaut Sigurð Sigurðsson gerði veturinn 1914—
1915, byrjaði eg þann 6. des. 1914. Að eg ekki byrjaði
á tilraununum fyrri stafaði af því, að eg gat ekki fengið
öll fóðurefnin, sem áskilið var að eg reyndi, fyr en um
það leyti, vegna þess að skipakomu seinkaði um hálfan
mánuð fram yflr áætlun.
Hafði eg ærnar í 5 flokkum, sem eg gaf mismunandi
fóður, og voru 8 ær í hverjum flokki.
Flokkarnir voru þessir:
I. fl. Heygjöf eingöngu
II. ---------að 2/s og rúggjöf að ’/3
III. ------------ ’/s - oliukökur að l/»
IV. ------------- ’/s> sildarrnjöl að '/s og lýsi að r/«
V. ------------ 8/4 og lýsi að J/4.
Þegar eg byrjaði tilraunirnar, vó eg allar ærnar og
skifti þeim síðan í flokkana eftir þyngd, þannig að saman-
lögð þyngd ánna var næstum þvi jöfn í öllum flokkum;
þó var einn flokkurinn (lýsis-ærnar) nokkuð léttastur, en
ekki svo, að eg geti álitið að það valdi verulegri skekkju.
Eg tók einnig svo mikið tillit til aldurs ánna og afurða-
hæfileika, sem eg gat, svo að samanlagður aldur þeirra
er næstum því jafn í öllum flokkunum.
7