Búnaðarrit - 01.01.1917, Blaðsíða 122
116
BÚNAÐARRIT
fé, að það sé baðað að vorinu. Þeð eyðir af því lús og
örvar ullarvöxtinn.
Menn munu nú segja, að erfltt sé að ná í féð til böð-
unar að vorinu. En það gengur nú betur eft.ir því sem
hagagirðingum fjölgar. Og þá þyrftu menn að hafa góð
samtök með smaladaga og baða kindur hverjir fyrir
aðra, þar sem þær eru rúnar. Eftir vorbaðanir verður
þess vel að gæta, að dilkær taki lömb sín aftur. Gengur
það vel, ef féð er stöðvað 2—3 tíma, áður en það er
rekið af stað.
Sund-baðþrœr æt.tu bændur alment ab nota við bað-
anir. Þá fer miklu minni vinna til böðunarinnar, og
eyðist miklu minni baðlögur. Að baða féð að vorinu
yrði mjög fljótlegt og ódýrt með þvi að nota sundþrær.
Þá þarf féð ekki að vera nema stutt niðri í, af því að
ullin er þá svo lítil, og þá fer svo lítið a£ baðlegi í hverja
kind.
Um þessar sundþrær hefl eg ritað í kveri minu um
hirðing sauðfjir, og vísa eg hér til þess, sem þar stendur
um þær. Þó skal þess getið, að réttara er að hafa
tröppurnar 1—2 fleiri upp úr þrónni, heldur en talað er
um í ritinu.
Næst skal þá minst á rúninguna. Það hefir verið og
er enn sumra manna siður, að revta ullina af fénu.
Slíkt má all3 ekki eiga sér stað, sé nokkur festa á ull-
inni, því að bæði er það sárt fyrir kindina, og svo verður
ullin þá frekar í sneplum, og það gerir hana óútgengilegri
vöru. Hvert reyfi ætti að halda sér sem mest í einu
lagi. Þess verður og að gæta við rúninguna, að vera
með kindurnar á hreinlegum stað, þegar þær eru kliptar,
og fara hreinlega með ullina, láta hana ekki þar sem
hún getur tekið í sig mor eða önnur óhreinindi. Þess
verður og að gæta sem bezt að hægt er, að velja úr-
komulaust og gott veður til rúnings og helzt sólskin,
því að þá er betra. að klippa — aðskilnaðurinn nýtur
sín betur, og þá bítur betur á ullina vegna lyftingar