Búnaðarrit - 01.01.1917, Blaðsíða 135
BIJNAÐARRIT
129
-og steinsteyptir bæir eru á Kolbeinsá og Kollá. íbúðar-
hús úr timbri eru þar og á fáeinum bæjum.
Öll tún í sveitinni eru giit, nema að eins á einum
bæ, og sumstaðar eru þau mikið til orðin slétt. Áburðar-
hús eru þar á 10 bæjum. Að öðru leyti verður jarða-
•bótanna getið seinna.
Ó<palcseyrarhreppur er næstur fyrir norðan Bæjarhrepp.
Liggja flestir bæirnir fyrir botni Bitrufjarðar, út með
honum og í Krossárdalnum, og nær hreppurinn út að
Ennisstiga. Jarðirnar eru 10, en búendur 14, og tala
íbúa er um 108 alls.
Beztar jarðir þar eru Snartartunga og Óspakseyri.
Snartartunga er einhver bezta engjajörðin í sýslunni.
Engjarnar grasgefnar, viða greiðfærar og vóltækar með
köflum. Má heyja þar utan túns í meðalári allt að 800
hesta, án þess þó að þurfa að „slá á hreinu", sem kallað
er. Flestir búa þar laglega og sumir betur. Rúmur helm-
ingur jarða er þar í sjálfsábúð. Jarðabætur eru þar
nokkrar, og húsakynni fremur góð. í Snartartungu er
ibúðarhús úr steini, og timburhús eru þar á einum
þremur bæjum. Sama sem 3 áburðarhús eru í hrepp-
num.
Fellslireppur liggur inn með Kollafirði og fyrir botni
hans. Er þar undirlendi allstórt og grasgefið, góðar engjar,
er tilheyra aðallega Felli. Búendur eru 14 í Fellshreppi
ug þar af 8 eða 9 með sjálfsábúð. Tala íbúa 105. Beztar
jarðir eru þar Fell og Broddanes. í Broddanesi er einkar-
fagurt og tilkomumikið, enda hefir jörðin mikið í sér
fólgið. Það er langstærsta jörðin í sýslunni að hundraða-
tali, 98,6 hundruð að nýju mati. Það eru hlunnindi jarðar-
innar, aðallega dúntekja og selveiði, sem valda því, hvað
hátt hún er metin. Fell er slægnajörð, og þar er túnefni
gott og mikið.
Fells hreppur og Óspakseyrar voru áður einn hreppur,
er nefndist Broddaneshreppur. Hreppurinn þótti erfiður
yfirferðar og óhægt til allra mannfunda. Úr Bitrunni í
9