Búnaðarrit - 01.01.1917, Blaðsíða 64
58
BÚNAÐARRIT
að ræða. Auðhændastur er fuglinn að landi með tjörn-
unr og smáhæðum og dældum, að eg ekki tali um ef
þar er hrískjarr; um það þykir fuglinum ákaflega vænt
sökum varnar þeirrar, er það veit.ir honum gegn óvinum
hans í fuglaríkinu. Annars er ósalt vatn í varplandi
einn þess stærsti kostur; þykir fuglinum betra að baða
sig í því en sjónum, og auk þess svalar það betur þorsta
hans í hitum og þurkum1).
Þá eru þær margar eyjarnar og hólmarnir umhverfis
landið, sem ekkert varp er í en gera mætti að
varplandi með rækilegri friðun og öðru, er hænir fugiinn
að. Þá má nefna hólma2) og tanga í stöðuvötnum og
fljótum.
Náttúran leggur þannig skilyrðin fyrir æðarvarpsrækt-
inni upp í hendurnar á oss, ef vér að eins sjálfir vil-
jum vera í samvinnu við hana.
1) í Vigur er ekki til rennaedi vatn og brunnvatn af skorn-
um skamti; hefi eg um varptimann látið ausa vatni í ílát um-
hverfis brunninn; notar fuglinn vatnið bæði til böðunar og
drykkjar, en oft verður að Bkifta um það. Fyrir nokkrum árum
gerði eg steinsteypta þró við brunninn í þessu augnamiði.
2) Á síðari hluta 19. aldarinnar hafa verið kvoikt vörp á 5—6
stöðum í Skagafirði í hólmum í Héraðsvötnum, og er þegar komið
töluvert varp í suma þessa hólma, t. d. á Sjávarborg og Hellulandi.
í ungum vörpum er sjálfsagt að hafa umbúnað, svo sem stög
og hræður; hænir það fuglinn að varplandinu. í gömlum vörpum
hefir þetta minni þýðingu, enda verður því siður við komið að
nokkru ráði í stórum varplöndum. Framan af búskap mínum hér
i Vigur reyndi eg þetta á vissum svæðum á eynni, en ekki virt-
ist mér varpið vaxa þar neitt fremur, og ekkert hræðist skæð-
asti óvinur varpsins hér vestra, hrafninn, þennan umbúnað.
Aftur á móti er sjálfsagt að gera árlega ný hreiður í rúmum
varplöndum, og tel eg betra að gera þau að haustinu. Kyrðin
og næðið á fuglinum um varptímann er laug-þýðingarmosta
atriðið fyrir vöxt varpsins.