Búnaðarrit - 01.01.1917, Blaðsíða 49
BÚNAÐAllRIT
43
situr hann rótt hjá því eða í námunda við það, en komi
einhver nafni hans of nærri konunni, byrja áflog og rysk-
ingar, og ber stundum þá svo við, að taka má þá til að
skilja þá. í þröngum varplöndum getur kollunum orðið
töluvert ónæði að þessum látum, og því var það, að
Eyjólfur tók upp á því, að stytta blikunum stundir, en
miklu fremur ræður hann öðrum frá en til þeirrar að-
ferðar, enda er hún ekki allra meðfæri, svo að ekki verði
meira tjón en gagn að henni, enda líka bönnuð að lög-
um eins og alt æðarfugladráp. í rúmum varplöndum
kveður Eyjólfur sér aldrei þykja of margt af blikanum.
Það er áreiðanlegt, að æðarfuglinn, eins og aðrir and-
fuglar, lifir í strangasta einkvæni, og yfirleitt eru ekkert
fleiri blikar en æðir í alseztu varpi, en vegna hins
skrautlega litar blikans ber miklu meira á honum en
kollunum, sem eru samlitari jörðinni. Heldur er blikinn
stopull við heimilið, þarf oft að bregða sér á sjó, og
jafnan, er kollan fer í baðferðir sínar, fylgir hann henni;
slást þá nágrannar hans hópum saman í förina, og verða
jafn&ðarlega mestu áflog úr því, er á sjóinn kemur.
Þegar líður á varpið, og fyrstu æðarkollurnar taka að
leiða út, hverfur því nær allur blikinn á nokkrum dög-
um og með honum mesta skrautið úr varpinu; er hann
þá alskilinn við konuna það ár. Heidur hann sig í stór-
um flokkum við eyrar og annes á meginlandinu og
hjáipar æðinni ekkert við uppeldi barnanna. Sami bliki
og æður gifta sig ár eftir ár; má marka það af því, að
blikar, sem verja vel hreiðrin fyrir ieitarfólkinu, eru ár
eftir ár við sama hreiðrið; þekkjast bæði þeir og konur
þeirra af ýmsum kækjum, er þau hafa. Eru sumir þessara
blika svo harðsnúnir, að þeir fljúga á menn, er reka á
æðarkolluna af hreiðrinu; fyrir öðrum óvinum, einkum
hrafninum, verja þeir heimili sitt ötullega, en vanalega
bera þeir lægri hlut í viðskiftunum við krumma, sem hvorki
brestur hyggindi né hrekkvísi í þeirri viðureign. Lýsir
Eyjólfur aðförum hans við eggjastuldinn rétt og nákvæmlega.