Búnaðarrit - 01.01.1917, Blaðsíða 52
46
BÚNAÐARRIT
örmagna, auðfengnari bráð öllum vörgum og alsendis ófær
til að taka á móti vetrarharðindum; ungarnir auk þess
óþroskaðir og því vísari dauðinn að vetrinum. Fuglinn,
bæði ungur og gamall, hefir því hlotið að láta lífið hrönn-
um saman fyrir þessa miskunnarlausu meðferð mannanna.
Sem betur fer, mun þessari aðferð nú hætt, en of lengi
hefir hún tíðkast æðarvarpinu til stórtjóns.
0. Dúntckjan í varpinu.
Margir, sem lítið þekkja til æðarvarps, halda að æðar-
fuglinn reyti af sér dúninn til að hlúa að eggjunum, og
geri það því meir, sem kaldara sé um varptímann. En
þetta er hinn mesti misskilningur. Hitt er annað málr
að í köldum og þurrum vorum verður dúntekjan vana-
lega drýgri en í vætutið, bæði sakir þess, að hreiðrin
eru þá þurrari, jörðin þurrari undir þeim, og dúnninn
rignir ekkert í útleiðslunni, En dúnninn verður bæði
minni og miklu verri vara rigni hann, þótt hann sé eins
mikill frá náttúrunnar hendi.
Þegar fuglinn er algerlega seztur að hreiðrinu og far-
inn að verpa, losnar hinn fíni bringudúnn hans sjálf-
krafa og kemur út á miJli fjaðranna; strýkur fuglinn
hann með flötu nefinu ofan í hreiðrið og raðar honum
umhverfis eggin og undir þau. Þessari athöfn hans er
lokið um sama leyti og hann hefir fullorpið. Úr því
hættir þetta dúnlos, því að þá hefir fuglinn fengið þann
dún, sem hann þarf til að hlúa að eggjunum. Er hér
um sama lögmálið í náttúrunni að ræða og hjá spen-
dýrunum, er móðurmjólkin fellur til þeirra við fæðingu
afkvæmisins því til bjargar. Sé fuglinn rændur dúninum
að rneira eða minna leyti, áður en eggin eru tekin að
unga nokkuð til muna, má vera að hin viðkvæma elska
sem sagt er um mikla áreynslu. Með hinni lióflausu eggjatöku
hafa varpeigendurnir gert sitt til að láta æðarfuglinn „verpa sig
dauðan“.