Búnaðarrit - 01.01.1917, Blaðsíða 47
búnaðakrit
41.
trúlega hefir fuglinn horast á þessum tíma. Feit og sælleg
kemur æðarkollan í varplandið, en er hún yfirgefur það,
er hún horuð og þunn sem fjöl.
Þegar á sjóinn kemur, er mikið um dýrðir; kollan
stingur sér hvað eftir annað rétt við landsteinana, og
hafa ungarnir það þegar eftir henni, og förlast þeim ekki
sundið, þótt smáir séu, og ekki mun líða meira en hálfur
til einn sólarhringur, þar til hún er horfin frá varpland-
inu með allan hópinn; fer hún upp að meginlandinu og
dvelur þar inni á fjörðum og víkum fram eftir sumrinu,
meðan ungarnir eru að þroskast; geta þeir ekki stungið
sér nema á örgrunnu vatni. Annars mun æðarfuglinn
tæplega geta sótt fæðu sína á meira en 15—20 faðmA
dýpi, eða jafnvel minna. Þegar kemur fram á haustiðf
safnast fuglinn í stórum hópum út að annesjum, þar
sem grynningar eru, en við varplöndin sést varla íugL
fram undir næsta vor1).
Það er ákaflega þýðingarmikið fyrir fjölgun æðarfugls-
ins, að varpinu sé lokið sem fyrst; því meiri sumarbata
tekur fuglinn og ungarnir verða þroskaðri, og allur fugl-
inn því færari um að mæta hausthretunum og vetrar-
rikinu. Seinklaknir ungar farast miklu fremur í haust-
brimum en þeir sem snemmklaknir eru; hafa þeir miklu
minni mótstöðukraft gegn öldurótinu og brimrotast því
hrönnum saman.
1) Þegar varpinu er að mestu lokið vor hvert, þyrpist geld-
fugl (ungur æðarfugl) að varpiandinu og gengur um það þvort
og endilangt, skoðar hreiðrin mjög nákvæmiega og mælir sig í
þau; á þessn ferðalagi er hann einkum á nóttunni með miklunt,
klið og kvaki; siðustu æðarkollunum, sem þá eru að fara til
sjávar með unga sína, fylgir hann í stórhópum og virðist hafa
mjög mikið gaman af ungunum. Eftir vikutima er þá þessari
skoðun varplandsins lokið. Alt er þetta veturgamall fugl, því að
aldrei Bjást full-litir blikar i þessari för. Oft dvelur töluvert af
þeBsum ungfugli við varplandið alt sumarið.