Búnaðarrit - 01.01.1917, Blaðsíða 60
54
BÚNAÐARRIT
III. Aldur æðarfuglsins.
Ekki vita menn neitt víst um, hve gamall æðarfuglinn
verður. Eggert Ólafsson segir, að íslendingar haldi, að
hann verði jafnvel 100 ára. Það mun þó naumast ná
neinni átt. Þrátt fyrir hin miklu vanhöld af völdum
náttúrunnar og mannanna hlyti mergð æðarfuglsins um-
hverfis landið að vera miklu meiri en hún er, væri hon-
um áskapaður svo hár aldur. Eggert kveðst hafa áreiðan-
lega vissu fyrir því, að sömu æðarhjónin hafi í 20 ár sam-
fleytt komið í sama hreiðrið, en síðasta árið hafi þau
verið orðin snjóhvít fyrir hærum, og 21. árið hafl þau
ekki komið. Eggert heldur því fram, að æðarfuglinn verði
ekki æxlunarfær fyr en hann só 5 vetra; ræður hann
það af litbrigðum blikanna. Samkvæmt þeirri reglu, að
flest dýr verði 7 sinnum eldri en þau eru að vaxa, ætti
æðarfuglinn, segir hann, að verða 35 ára.
Blikinn tekur litbreytingum fyrstu 2—3 árin, en úr
því verður ekkert með vissu ráðið um aldur hans af
iitnum. Eyjólfur Guðmundsson lýsir þessum litbreyting-
um blikans* 1). Æðurin heldur sama litnum og hún fæðist
með, þar til hún fer að hærast, en hærist upp frá því
ár frá ári, og eru margar æðarkollur nær því hvítar fyrir
hærum á höfðinu og hálsinum. En hve gamall fuglinn er,
þegar hann tekur að hærast, verður ekkert með vissu
sagt. Þó er mér nær að halda, að hann sé þá orðinn
lítil líkindi til að þeir komist upp, og móðirin auk þess miklu
ver undir veturinn búin. Þegar svona ber undir, tel eg varpeig-
endum rétt að taka flest eggin eða jafnvel öll. Oftast mun standa
svo á þessu, að fuglinn hefir mist undan sér að vorinu.
1) „Fyrsta sumarið eru allir ungarnir eins á litinn og æður,
nœsta vor hafa blikarnir Jjósgráa bringu, som þá liaustið þar á
eftir er orðin livít, nema unginn haíi verið seinorpinn. Þriðja
vorið eru þeir orðnir gráskjóttir, cins og allir blikarnir eru um
mitt sumar nokkrum tíma á eftir að þeir hafa felt fjaðrir. Svo
þekki eg ekki aldur blikanna af litnum moð nokkurri vissu“
(Andvari 4. ár, bls. 104).