Búnaðarrit - 01.01.1917, Blaðsíða 70
64
BÚNAÐARRIT
A. 4. Nautgriparœlctarfélag Ásólfsskálasóknar undir
Eyjafjöllum. Meðalkýrin í þessu félagi er lágmjóllca, en
smjörmiJcil og þurftarlítil og borgar fóðrið sitt vel.
Annars eru kýrnar í þessu félagi mjög misjafnar. Á
nokkrum bæjum eru enn kýr með svo feíta mjólk, að
furðu sætir, en þeim fer fækkandi hin síðari árin. Kýr
með 4,oo—5,oo°/o eru þó ekki sjaldgæfar í þessu félagi,
og sumar þeirra eru jafnframt nokkuð hámjólka.
Enn hefir meðalkýrin lítið batnað, en hún á það
væntanlega fyrir höDdum; en gæta ættu félagsmenn að
því, að þeir þurfa ekki að auka nythæðina á kostnað
smjörmagnsins; hvorttveggja getur aukist og á að aukast.
A. 5. NautgriparœJctarfélag MerJcurbœja er að nokkru
leyti myndað úr næsta félagi hér á undan. Kýrnar í því
eru nythærri, en hafa varla eins feita mjólk, þó þar séu
líka þessar smjörháu kýr með 4—5% feiti.
A. 6. NautgriparœJctarfélag Fljótshlíðar er kúamargt
félag. Það er ungt, og kýrnar í því misjafnar mjög. En
innan um eru Jireint afbragðs Jcýr, og jafnvél meðal-
lcýrin sJcarar fram úr sem emjörmiJcil og JiámjólJca. í
Fljótshlíðinni er því að finna beztu kýr landsins. En af
því hve félagið er ungt, er hætt við að erfitt verði að
rekja ættir beztu kúnna, en reynt mun það verða.
A. 7. NautgriparœJctarfélag Austur-Landeyja er ungt,
eins og næsta félag á undan. Kýrnar í því eru afar-
misjafnar, og enn eru þar allmargav kýr, sem hvergi
nærri borga fóður sitt. Innan um eru þó góðar kýr, og
með hyggilegri stjórn ættu þær að geta oiðið að góðu
liði í umbótaviðleitninni. Meðalkýrin er fremur lágmjólka,
en feitihá og þurftarlítil, og borgar því fóðrið svipað og
lands-meðalkýrin.
A. 8. NautgriparœJctarfélag Ölfusinga er að eins
eins árs. Meðalkýrin þar er góð, en all-misjafnar eru
kýrnar þar, sem von er.
A. 9. NautgriparœJctarfélag Orímsnesinga er hka eins
árs. Meðalkýrin þar er nythá, en hefir ekki alveg meðal-