Búnaðarrit - 01.01.1917, Blaðsíða 137
JBÚNAÐARRIT
131
fyrir hann, að Seijalandsá norðan við fjörðinn. Búendur
eru um 20, en jarðirnar ekki nema 17. Hólmavíkur-
kauptún, sem liggur í þessum hreppi, eða heimilisfeður
þar, er þó ekki talið hér með. En fólksfjöldinn í öllum
hreppnum er nú um 260 alls.
Staður í Steingrimsfirði er vafalaust langbezta jörðin
í sveitinni. Túnið er þar stórt, en gæti þó verið enn
stærra og betra en það er. — Víðidalsá og Hrófberg eru
einnig fremur góðar jarðir.
Túnin eru viða góð í hreppnum og hafa verið bætt.
Útheysslægjur eru og sæmilegar, en erfitt og langt á þær
sumstaðar. Staður er bezta heyskaparjörðin. Landgæði
eru þar mikil og ágætt undir bú. Vetrarbeit er einnig
góð, og sérstaklega er Kálfanesborgum við brugðið fyrir
hversu hagasæit sé í þeim oft að vetrinum. Þriðjungur
jarða i hreppnum eða nálægt þvi eru í sjálfsábúð.
Kaldrananetshreppnr liggur út með Steingrímsfirði að
norðan, meðfram Bjarnarfirði og út að Kaldbaksvíkur-
horni á Bölum. Bygðin út með Steingrímsfirði nefnist
Selströnd. Bjarnarfjörður skerst inn í landið norðan við
Steingrímsfjöið, og er Bjarnarfjarðarháls milli fjarðanna;
en fyrir norðan Bjarnarfjörð taka Balarnir við. Selströndin
er grýtt og hrjóstrug, og undirlendi nálega ekkert. Bæ-
irnir eru strjálir og liggja meðfram firðinum. Túnin eru
grýtt, en allvel grasgefin, enda liggur ströndin móti sólu.
TJpp af Bjarnarfirðinum er töluvert undirlendi, sæmilega
gi ösugt, en vetrarríki er þar mikið. Þar eru nokkur smá-
býli.
Langstærsta og bezta jörðin í Bjarnarfirði og í hrepp-
num er Kaldrananes, 67,3 hundruð að dýrleika, með
hjáleigunni Bakka. Eru þar mikil hlunnindi, bæði dún-
tekja og selveiði. — Bær á Selströnd er einnig góð jöið.
Undir hana liggur Grímsey í mynni Steingrímsfjarðar.
Þar stundaði Eymundur Guðbrandsson, sem lengi bjó í
Bæ, tóurækt, og það í stórum stíl um tíma. Tóurnar
gengu í eynni á sumrin og fram á vetur, en voru þá
9*