Búnaðarrit - 01.01.1917, Blaðsíða 131
BUNAÐARRIT
125
gæðum, t. d. hvítu vorullina þannig: aðskilja tog og þel,
taka frá þá ul), er mjög mikið er í af illhærum, fótaull
og kviðul) o. fl. Margar verksmiðjur leggja áherzlu á það,
að hvert reyfi haldi sér, svo fljótlegra sé að aðgreina
eða skifta hverju reyfi eftir ullargæðunum.
Til er það hjá bændum í Ástralíu, að þeir skifta reyf-
unum sundur eftir ullargæðunum um leið og þeir rýja
og selja svo ullina í flokkum eftir því.
Margir eru hér i vafa um, hvaða verðmun eigi að gera
á ullarflokkunum, t. d. á fyrsta og öðrum flokki hvítrar
vorullar. En slíkt verður að fara eftir markaðinum er-
lendis. Eðlilegt er að sá verðmunur komi ekki strax
greinilega í ijós. En með tímanum hlýtur hann að koma,
og bændur mega ekki vantreysta því, að ullarverðið
hækki að því skapi, sem verkun ullarinnar og vöndun
að öðru leyti batnar. Því að þannig verður það áreiðan-
Jega. UIl er ein sú vara, sem nu fer minkandi, bæði
beinlinis af fénaðarfækkun og svo í samanburði við fjölgun
fólksins. Að vísu vex þörfin ekki að sama skapi, því að
menn finna fleiri og fleiri ráð til að gera klæði. En þó
er álitið að til þess stefni nú, að eftirspurn ullar fari
mjög i vöxt.
Ullarverð er háð sömu lögum sem verð annarar vöru,
að það hækkar og lækkar eftir gæðum vörunnar, misjafnri
eftirspurn og framboði. Eins og menn muna, hefir ullar-
verðið hér hækkað mjög við ófriðinn, og stafar það meðfram
af því, að hermennirnir nota ullarábreiður, sem þeir hafa,
er þeir liggja og hviía sig, bæði úti og inni, auk þess
sem þeir einnig nota ábreiður til að breiða yfir hesta.
En í þessar ábreiður er íslenzka ullin einkar hentug.
í sumar sem leið heimsótti eg í Danmörku ullar-
verksmiðju á Jótlandi, er kaupir og notar íslenzka ull
(Fredericia Tæppefabrik). Sögðu forstöðumenn mér þar,
að úr islenzku ullinni væri þar unnið: fataefni (Cheviot
o. f].), rúmábreiður, og svo dúkar til að breiða yfir hross
og ábreiður handa hermönnum.