Búnaðarrit - 01.01.1917, Blaðsíða 154
148
BÚNAÐARRIT
á hverja 100 íbúa í hreppnum. En á hvern búandi mann
í Bæjarhreppi komu 102 kindur, í Fellshreppi 85 og í
Árneshreppi rúmar 60. Fénaður er þar því fæstur, hvort
heldur borið er saman við fólksfjölda eða tölu búenda.
Heflr það að flestu leyti við eðlilegar ástæður að styð-
jast. Túnin eru þar lítil, og útheysskapur á flestum jörð-
unum reytingslegur og takmarkaður.
Kýr í Strandasýslu eru fremur fallegar útlits, en upp
og niður að gagnsemi. Því miður halda fáir þar töflur
yflr mjólk og fóðureyðslu kúnna, og er því varasamt að
fullyrða nokkuð um gæði eða gagnsmuni þeirra. En eftir
sjón og sögn, það sem þær sagnir ná, virtist mér, að
kýrnar mundu vera misjafnar og víða íremur nytlágar,
en smjörgóðar. Innan um eru þó góðar kýr. ísleifur
bóndi Jónsson í Dagverðarnesi í Dalasýslu, er áður bjó
á Tindi í Strandasýslu, átti þá rauða lcú, sem var mesti
gæðagripur. Hún var sýnd á sýningu að Heydalsá
25. sept. 1909, þá 11 vetra, og fékk 1. verðlaun. Undan
henni á Jón í Tröllatungu rauða kú, sem hefir undan-
farin 4 ár mjólkað 2758—2859 kg. eða 2835 kg. til
jafnaðar á ári.
Sigurgeir bóndi Asgeirsson á Óspakseyri á aðra kú,
rauðhuppótta, undan kúnni frá Tindi. Er það góð og
falleg kýr; mjólkar um og yfir 3000 kg. á ári. Á Kollá
og víðar í Hrútafirðinum eru fallegar kýr. Kemst sú
bezta þar í 19 merkur í mál eftir burð, eða í 19 kg.
um sólarhringinn. Guðjón á Ljótunnarstöðum átti til
skamms tíma kú, sægráa, sem var mesti kostagripur,
og mjólkaði um og yflr 3000 kg. um árið. Undan
henni á hann tvær kýr ungar, er lofa góðu. Andrés
í Þrúðardal á svarthuppótta kú, sem mjólkaði t. d. árið
sem leið um 3700 kg. Oddur bóndi Lýðsson í Hlíð
á einstakt fallega kú, gráa að lit, er mjólkaði árið 1914—
’15 3100 kg.
Bezt fjós sá eg í Ófeigsflrði, Skriðnesenni, Tröllatungu
og Kálfanesi.