Búnaðarrit - 01.01.1917, Blaðsíða 132
126
BÚNAÐARRIT
Um sama leyti hitti eg að máli uliarkaupmenn í Kaup-
mannahöfn (Bloch & Behrens). Hafði eg með mér sýnis-
horn af ull að heiman, þar á meðal nr. 1 og 2 af hvítri
vorull, hvorttveggja í meðallagi. Kváðust þeir viija gera
20—30 aura verðmun á kílói á þeim, en kváðust þó
jafnvel búast við, að tóvinnuverksmiðjur mundu gera
meiri mun.
Þessir félagar sýndu mér margskonar ull, er þeir höfðu
keypt í sumar, þar á meðal danska uil heimaþvegna
hjá bændum á kr. 5,50—6,00 kg. og samskonar ull
þvegna á fénu rétt fyrir rúninguna —• féð að eins iátið
þorna eftir baðið og svo rúið. Úr þeirri ull var ekki
eins vel gengið, og haíði hún verið keypt á kr. 5,00 kg.
Dönsk ull er mikið fremur jöfn og góð ull og svipuð
enskri uil af fínulluðu láglendisfé. Enda er nú féð í Dan-
mörku alt af enskum kynjum (flest Oxford-down, sem
er ullargott, og svo Leicester-fé).
Hjá þessum sömu mönnum sá eg ull frá Ástralíu
(Merinó-ull). Yar hún heimaþvegin og alþvegin og hafði
kostað kr. 8,00 kg. sú bezta. Samskonar ull sá eg þar
með mori (smástráum), og hafði hún þess vegna verið
að eins kr. 7,00 kg. Þar sá eg og hreina uil af kyn-
blendingum frá Suður-Ameríku, og var hún ögn lakari
eða kr. 7,00 kílóið.
Fyrir ófriðinn fór mikið af íslenzku ullinni til Amenku
um Danmörku, og höfðu danskir kaupmenn gróða af
þeirri verzlun. Yerði sú raunin á eftir ófriðinn, að í
Ameríku seljist íslenzka ullin bezt, verður hún væntan-
lega send þangað beint.
17. nóv. 1916.
Jón H. Þorhergsson.