Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Qupperneq 13

Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Qupperneq 13
Þótt forsvarsmenn FPV ófrægi þannig „aðferð“ og „kenningu“ í hinum hefð- bundna (og að þeirra dómi hátimbraða) skilningi upplýsingarinnar þá hafna þeir því ekki að rúm sé fyrir aðferð og kenningu í menntun í öðrum og þrengri skilningi. Menntun þarf á kenningu að halda sem bundin er starfsvettvanginum og háð tíma og stað. Öll kennslustörf eru þannig að sönnu mótuð af kenningu, en sú kenning er tengd kennsluaðstæðunum í það og það skiptið og háð hverfleika þeirra. Slíka kenn- ingu getur áhorfandinn, kenningasmiðurinn sem kemur og horfir niður á skólann frá háborg sértækra hugmynda, hvorki greint né metið; hún er kenning sem einungis þátttakandinn getur lifað sig inn í og skilið. „Sannindin“ sem slík starfsbundin kenn- ing lætur í té „eiga sveitfesti í sérstökum sögulegum aðstæðum og félagslegu sam- hengi og þau veita svör við tilteknum spurningum sem vakna í vitsmunalegum glímum á ákveðnum stað og tíma“ (Carr og Kemmis, 1986, bls. 43; sjá einnig Carr, 1995, bls. 72; Dunne, 1993, bls. 5; Saugstad, 2002). Hugmyndinni um vísindalega aðferð og aðferðafræði er ekki heldur hafnað eins og hún leggur sig, einungis „aðferð“ í skilningi upplýsingarinnar þar sem litið er á viðfangsefni rannsóknar sem aðgreind frá rannsakandanum. Í staðinn skal notuð að- ferð sem gerir ráð fyrir því að öll sannindi séu félagslegar hugsmíðar, bundin tiltekn- um vettvangi athafna eða starfs, og sem stefnir að róttækum umbótum fremur en „hlutlausri“ gagnasöfnun: meðvitaðri umbyltingu starfs af hendi starfendanna sjálfra. Lesandanum kemur naumast á óvart að hér er átt við svokallaðar starfenda- rannsóknir; þær eru eina aðferðin sem sleppur í gegnum nálarauga FPV. Hugmyndin að baki starfendarannsókna (action research) er sem kunnugt er sú að stefna að auknum sjálfsskilningi starfenda, til að mynda kennara, og í framhaldi af því að frelsun þeirra undan hvers kyns ytri og innri fjötrum og firrum sem hafa varnað þeim þess að ná valdi á eigin störfum (sjá t.d. Carr og Kemmis, 1986, bls. 180–184). Víg- orðin sem einatt óma hér, „gagnrýnin félagshugsun“, „frelsandi starfendarannsókn“, „gagnkvæmur sjálfsskilningur“, „innri umbylting“ og þar fram eftir götunum, eru að sjálfsögðu ekki komin beina leið frá Aristótelesi heldur úr miklu nýrri hugmynda- fræði, gagnrýnum samfélagsfræðum (critical theory) sem, burtséð frá kenningu sinni um vettvangsbundin gildi, stefndi að almennu réttlæti og frelsun alls mannkyns. Þessi hugmyndafræði verður ekki skilin nema í ljósi marxísks uppruna síns og mark- mið hennar var, þrátt fyrir allt, upplýsing starfenda – þó að það hafi að vísu ekki verið „upplýsing“ í skilningi upplýsingarmannanna á 18. öld. Vegna áherslu forsvarsmanna FPV á „frelsun“ þá er ljóst að andstaða þeirra gegn aðferð og kenningu í hefðbundinni merkingu er ekki sama andstaðan og fram hefur komið hjá talsmönnum svonefnds póstmódernisma. Póstmódernistar hafa sagt skilið við alla frelsunarhugsjón, af þeirri augljósu ástæðu að „frelsun“ felur í sér hug- myndina um raunveruleika og firringu – að maðurinn hafi innst inni raunverulegt (heilsteypt, ósplundrað) sjálf sem þurfi að frelsa undan helsi – en póstmódernisminn hafnar því að til sé nokkurt slíkt heilsteypt sjálf. Dunne þenur skáldfákinn í lýsing- um sínum á því hvernig fylgjendur FPV þurfi að læra að skauta á ís sem sé hvorki harðkorna ís tækni- og upplýsingarhyggju né hinn hálfbráðni ís póstmódernismans (1993, bls. 377–378). W. Carr sýnir einnig mikla hugkvæmni – en að vísu minni skáld- K R I S T J Á N K R I S T J Á N S S O N 13
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.