Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Qupperneq 13
Þótt forsvarsmenn FPV ófrægi þannig „aðferð“ og „kenningu“ í hinum hefð-
bundna (og að þeirra dómi hátimbraða) skilningi upplýsingarinnar þá hafna þeir því
ekki að rúm sé fyrir aðferð og kenningu í menntun í öðrum og þrengri skilningi.
Menntun þarf á kenningu að halda sem bundin er starfsvettvanginum og háð tíma
og stað. Öll kennslustörf eru þannig að sönnu mótuð af kenningu, en sú kenning er
tengd kennsluaðstæðunum í það og það skiptið og háð hverfleika þeirra. Slíka kenn-
ingu getur áhorfandinn, kenningasmiðurinn sem kemur og horfir niður á skólann frá
háborg sértækra hugmynda, hvorki greint né metið; hún er kenning sem einungis
þátttakandinn getur lifað sig inn í og skilið. „Sannindin“ sem slík starfsbundin kenn-
ing lætur í té „eiga sveitfesti í sérstökum sögulegum aðstæðum og félagslegu sam-
hengi og þau veita svör við tilteknum spurningum sem vakna í vitsmunalegum
glímum á ákveðnum stað og tíma“ (Carr og Kemmis, 1986, bls. 43; sjá einnig Carr,
1995, bls. 72; Dunne, 1993, bls. 5; Saugstad, 2002).
Hugmyndinni um vísindalega aðferð og aðferðafræði er ekki heldur hafnað eins
og hún leggur sig, einungis „aðferð“ í skilningi upplýsingarinnar þar sem litið er á
viðfangsefni rannsóknar sem aðgreind frá rannsakandanum. Í staðinn skal notuð að-
ferð sem gerir ráð fyrir því að öll sannindi séu félagslegar hugsmíðar, bundin tiltekn-
um vettvangi athafna eða starfs, og sem stefnir að róttækum umbótum fremur en
„hlutlausri“ gagnasöfnun: meðvitaðri umbyltingu starfs af hendi starfendanna
sjálfra. Lesandanum kemur naumast á óvart að hér er átt við svokallaðar starfenda-
rannsóknir; þær eru eina aðferðin sem sleppur í gegnum nálarauga FPV. Hugmyndin
að baki starfendarannsókna (action research) er sem kunnugt er sú að stefna að
auknum sjálfsskilningi starfenda, til að mynda kennara, og í framhaldi af því að
frelsun þeirra undan hvers kyns ytri og innri fjötrum og firrum sem hafa varnað þeim
þess að ná valdi á eigin störfum (sjá t.d. Carr og Kemmis, 1986, bls. 180–184). Víg-
orðin sem einatt óma hér, „gagnrýnin félagshugsun“, „frelsandi starfendarannsókn“,
„gagnkvæmur sjálfsskilningur“, „innri umbylting“ og þar fram eftir götunum, eru að
sjálfsögðu ekki komin beina leið frá Aristótelesi heldur úr miklu nýrri hugmynda-
fræði, gagnrýnum samfélagsfræðum (critical theory) sem, burtséð frá kenningu sinni
um vettvangsbundin gildi, stefndi að almennu réttlæti og frelsun alls mannkyns.
Þessi hugmyndafræði verður ekki skilin nema í ljósi marxísks uppruna síns og mark-
mið hennar var, þrátt fyrir allt, upplýsing starfenda – þó að það hafi að vísu ekki verið
„upplýsing“ í skilningi upplýsingarmannanna á 18. öld.
Vegna áherslu forsvarsmanna FPV á „frelsun“ þá er ljóst að andstaða þeirra gegn
aðferð og kenningu í hefðbundinni merkingu er ekki sama andstaðan og fram hefur
komið hjá talsmönnum svonefnds póstmódernisma. Póstmódernistar hafa sagt skilið
við alla frelsunarhugsjón, af þeirri augljósu ástæðu að „frelsun“ felur í sér hug-
myndina um raunveruleika og firringu – að maðurinn hafi innst inni raunverulegt
(heilsteypt, ósplundrað) sjálf sem þurfi að frelsa undan helsi – en póstmódernisminn
hafnar því að til sé nokkurt slíkt heilsteypt sjálf. Dunne þenur skáldfákinn í lýsing-
um sínum á því hvernig fylgjendur FPV þurfi að læra að skauta á ís sem sé hvorki
harðkorna ís tækni- og upplýsingarhyggju né hinn hálfbráðni ís póstmódernismans
(1993, bls. 377–378). W. Carr sýnir einnig mikla hugkvæmni – en að vísu minni skáld-
K R I S T J Á N K R I S T J Á N S S O N
13