Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Side 14

Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Side 14
lega tilburði – við að mæta ögrun póstmódernismans. Lausn hans er sú að endur- túlka inntak póstmódernismans þannig að gagnrýnin á rökrembuhyggju og pósití- visma haldi sér en róttækari dægurfirrum og dáraskap stefnunnar sé vikið til hliðar. Póstmódernisminn þýðir, samkvæmt endurtúlkun Carrs, „ekki að nútíminn sé liðinn undir lok heldur að hann hafi færst inn á nýtt skeið“ (1995, bls. 123). Vandinn við slíka túlkun er hins vegar sá að hún deyfir eggjar hinna ögrandi hugmynda póst- módernista á borð við Lyotard og Derrida að sama skapi og hún brýnir eggjar gagn- rýnu samfélagsfræðinnar og FPV. Allt hjal Carrs um frelsun og sjálfsskilning myndi leiða sanna póstmódernista á spýjustokkinn (sjá t.d. Kristján Kristjánsson, 2002, bls. 57–61). En hverfum nú frá hinum langsóttu tilraunum Carrs til að bjarga FPV frá öfgum póstmódernismans og aftur til Aristótelesar. Þetta viðhorf, FPV, á sem fyrr segir að vera aristótelískt eða að minnsta kosti undir sterkum áhrifum frá Aristótelesi. Því hlýtur sú spurning að láta að sér kveða sem ég orðaði í fyrirsögn þessa kafla, hvort Aristóteles myndi fallast á hið neikvæða viðhorf talsmanna FPV til aðferðar og kenningar í hefðbundinni merkingu þeirra hugtaka. Eftir því sem ég fæ best séð er svarið við þeirri spurningu nei. Hinn aðferðafræðilegi „ís“ Aristótelesar á miklu meira skylt við harðkorna ís hefðbundinnar aðferðafræði en mjúkís FPV, hvað þá hinn bráðnandi ís póstmódernismans. Heimspekileg aðferð Aristótelesar snýst umfram allt um að leita að frumreglum (archai) hlutanna. Leiðin til þess er sú að hyggja fyrst að birtingarmyndum (fainomena) þessara hluta í reynslu okkar. Stundum er slíkum birtingarmyndum einfaldlega safnað saman sem rannsóknargögnum til að eyða smám saman, með aðleiðslu og alhæfingum, djúptækri vanþekkingu okkar á rannsóknarefninu. Stundum er birting- armyndunum hins vegar safnað í því augnamiði að eyða innri árekstrum og vand- kvæðum í þeim skoðunum (endoxa) sem við þegar höfum um efnið. Í síðara tilvikinu nýtir Aristóteles sér rökræðulistina sem hann þáði í arf frá Sókratesi og Platóni. Rök- ræðulistin stefnir að samkvæmni skoðana, lagfæringu einnar í ljósi annarrar uns jafn- vægi er náð þar sem hinar sjálfum sér samkvæmustu og stöðugustu einar standa eftir. Þetta er hins vegar ekki einber samkvæmnishyggja, eins og þekkt er til dæmis úr nútíma siðfræði og stjórnspeki af aðferð Johns Rawls, hinu „ígrundaða jafnvægi“, því að Aristóteles leyfir sér að velja eða hafna kerfisbundið skoðunum sem lagðar eru í púkkið. Ekki er einungis gerð krafa um að „við“, sem búum yfir skoðununum í upp- hafi, séum sæmilega yfirvegað fólk (það er líka krafa hjá Rawls) heldur hikar Aristóteles ekki við að taka með í reikninginn vissar hugmyndir um heiminn sem enginn hefur ef til vill gert sér í hugarlund áður en sem hann rökstyður að séu nauð- synlegar til þess að heimurinn, eða einstakir hlutar hans, geti yfirhöfuð orðið við- fangsefni vísindalegrar rannsóknar. Rökræðulist Aristótelesar er þannig „gagnrýnin“ fremur en „hrein“; hann áréttar til dæmis að við getum ekki rökrætt af viti um mark- mið siðferðis og stjórnspeki nema gefa okkur að maðurinn hafi ákveðið sameiginlegt eðli sem unnt sé að fullgera með farsælu lífi. Að gefinni þeirri nauðsynlegu forsendu megi hins vegar hefja samræður um hvert nákvæmlega þetta eðli sé (sjá bók Irwins, 1990, sem dregur upp skýra mynd af aðferð Aristótelesar). Vitaskuld átti Aristóteles ekki í fórum sínum hugtök á borð við vísindakenningu eða E R K E N N S L A P R A X I S ? 14
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.