Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Qupperneq 15

Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Qupperneq 15
hagnýt vísindi í nákvæmlega sama skilningi og þróast hefur og orðið hefðbundinn í kjölfar upplýsingarinnar. En ef við rýnum í hugmyndir hans um mannlegt eðli og siðlega breytni þá blasir við kerfi sem er ótrúlega líkt „kenningu“ í þessari hefð- bundnu merkingu: merkingunni sem talsmenn FPV hrylla sig hvað mest yfir. Það er kenning um „farsældina“ sem æðsta keppikefli mannsins: markmiðið sem við „æskjum sjálfs þess vegna og alls annars vegna“ (Aristóteles, 1995, I, bls. 205–212 [1094a–1095a]). Það er, nánar tiltekið, altæk (sammannleg) „siðferðiskenning“ (Irwin, 1990, bls. 467), kenning sem hafin er yfir allar hversdagslegar skoðanir og tiltekinn starfsvettvang. Við verðum hins vegar að gæta að því að þegar Aristóteles ber fram alhæfingar sem hluta af kenningum sínum þá eiga þær oftar við náttúruleg viðmið en einbera tíðni. Staðhæfingar svo sem „allir kjúklingar hafa vængi“ eða „ánægja er kóróna dygðarinnar“ lýsa ekki reynslubundnum alhæfingum heldur náttúrulegum (eðlisbundnum) alhæfingum; alhæfingarnar yrðu ekki hraktar með einstökum dæmum af vansköpuðum (vængjalausum) kjúklingum eða illa upp öldum fólum sem ekki fyndu til neinnar gleði við dygðuga breytni. Allar slíkar alhæfingar hafa ákveðið gildissvið („viðmiðið“) og oft er útilokað að fella það svið inn í alhæfinguna nema með því að segja að alhæfingin gildi við allar eðlilegar aðstæður (Irwin, 2000, bls. 109–112; Mikael M. Karlsson, 1994). Ég vík aftur að þessu síðar í ritgerðinni. Talsmenn FPV reyna að reisa ákveðna aðferðafræðilega afstæðishyggju um menntun (þ.e. hugmynd um að aðferðafræði menntunar verði ekki skilin frá starfs- vettvanginum og hvíli ekki á neinum almennum, föstum kenningagrunni) á grunni kenninga heimspekings sem hallur var undir aðferðafræðilega veraldar- og bjarg- hyggju. Máltækið kennir okkur að ójafnir strengir tvinnist aldrei vel. David Carr tek- ur því naumast of djúpt í árinni þegar hann segir að þessi fyrirætlun „reyni nokkuð á þolrif“ talsmannanna (1995a, bls. 146). Gleymum Aristótelesi um stund og gægj- umst í staðinn örstutt í fórur annarra helstu menntahugsuða sögunnar frá Platóni til Deweys. Allar hugmyndir þeirra um menntun eru kenningar, í sama hefðbundna skilningnum og greinargerð Aristótelesar fyrir mannlegri farsæld er kenning; þær eru almennar, sértækar, kerfisbundnar, alhæfanlegar og leggja okkur verkhæf ráð um hagnýt efni. Þær fjalla um hvað það er sem ungt fólk þarf á að halda til að þrífast og dafna, hvernig það lærir og hvað og hvernig á að kenna því. Þær eru, með öðrum orðum, „hagnýtar kenningar“ í nákvæmlega þeim skilningi sem W. Carr hefur mesta óbeit á. Eða hyggjum að nýrri kenningu, sem ég sjálfur hef kynnt mér og fjallað laus- lega um áður á síðum þessa tímarits: kenningunni um félagsþroska- og tilfinninga- nám (Kristján Kristjánsson, 2003). Sú er byggð á sálfræðilegum og heimspekilegum hugmyndum um mikilvægi tilfinningagreindar eða tilfinningalæsis og hvernig unnt sé að efla slíkt læsi hjá nemendum. Hvernig myndu talsmenn FPV meta slíka kenn- ingu: sem ótæka án frekari skoðunar þar eð hún sé um allt ungt fólk og því óbundin tilteknum starfsvettvangi (tilteknum skóla eða menntakerfi á tilteknum stað og tíma) – eða kenningu sem í besta falli geti átt heima við tilteknar aðstæður? Hvort sem svarið væri þá væri það öldungis óaristótelískt, bæði í ljósi almennrar aðferðafræði hans er lýst var að framan og þeirrar skýru ábendingar hans um sammannlegt eðli að ferðalög á erlendri grund færi okkur heim sanninn um „hversu kær og náskyldur K R I S T J Á N K R I S T J Á N S S O N 15
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.