Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Síða 18

Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Síða 18
einmitt er víti til varnaðar um hvað gerist þegar reynt er að þröngva sveigjanleik kennslu og náms í Öskubuskuskó tæknihyggjunnar. Þarf að segja meira um hvers vegna technê er slæm fyrirmynd að kennslu eða námsefnisgerð? Já, mig uggir að talsvert meira þurfi að segja um það og að skilningur forsprakka FPV gangi hér enn sneyptur frá kjarnanum í hugmyndum Aristótelesar. Víst er ein- hver rök að finna í verkum hans fyrir vélrænni túlkun á technê. Hann notar þannig stundum dæmi af framleiðendum er aðeins koma fyrirfram ákveðinni hugmynd í verk, án nokkurrar frjálsrar sköpunargáfu. Jafnoft ef ekki oftar tekur hann hins veg- ar dæmi af iðkendum technê sem ekki eru hugkvæmdarlausir handverksmenn af því tagi sem W. Carr einatt lýsir heldur skipstjórar, læknar eða skapandi listamenn. Og þar birtist allt önnur mynd af ferlinu frá eidos, í gegnum poiêsis að lokaafurð (sem er ástand eða framkvæmd fremur en hlutur), mynd sem máir út mörkin milli technê og fronēsis hvað útreiknanleika áhrærir. Það er til að mynda deginum ljósara að Aristóteles hugsar sér læknislistina ekki sem hlutlaust, vélrænt ferli (þvert á skil- greiningu Carrs á technê, 2004, bls. 61). Technê læknisins getur ekki búið yfir sama út- reiknanleika og nákvæmni og technê leirkerasmiðs sem vinnur eftir skýrt ákveðinni fyrirfram gefinni hugmynd því að almenn þekking á heilbrigði og sjúkdómum lækn- ar ekki sjúkan Sókrates: við þurfum að þekkja krankleika hans til að geta fundið lækn- ingu (sjá Dunne, 1993, bls. 282). Þegar gjörðir manns orka ekki á dautt efni heldur annað fólk (eins og gerist hjá læknum og skapandi listamönnum) eða velta á náttúru- öflunum (eins og hjá skipstjóranum) þá getur maður yfirleitt ekki reiknað út fyrir- fram með fullkominni nákvæmni hver lokaafurðin verður (1993, bls. 359). Eftirminnilegasti hluti bókar Dunnes er, að mínum dómi, sá þegar hann bendir á að ekki sé allt sem sýnist um technê-hugtak Aristótelesar: að munurinn á fullkomnum útreiknanleika og óútreiknanleika, sem oft sé talinn greina að technê og fronēsis, eigi líka við innan technê (1993, bls. 229). Þessi ábending, um að undir feldi technê rúmist bæði ferli sem séu fyrirfram útreiknanleg til hlítar og önnur sem séu það ekki heldur krefjist gaumgæfrar skoðunar á einstökum kringumstæðum, er afar þýðingarmikil og gengur þvert á hinn stranga greinarmun á technê og fronēsis. En það er engu líkara en Dunne taki ekki fullkomið mark á eigin niðurstöðu; hann heldur áfram að tala um óútreiknanlegt technê sem hið „óopinbera“ technê-hugtak Aristótelesar (1993, bls. 261), rétt eins og hann sé ófær um að hverfa frá hinni hefðbundnu vélrænu túlkun á technê sem hann og aðrir talsmenn FPV hafa hjakkað á. Á sama tíma kannast Dunne við að tíð samanburðardæmi Aristótelesar um læknislist annars vegar og siðferðis- uppeldi hins vegar séu all „vandræðaleg“ í ljósi þess viðhorfs síns að Aristóteles hafi hugsað sér siðvitið sem algjöra andstæðu verksvits (1993, bls. 245–246). Hér skilja leiðir með mér og Dunne. Það sem mér virðist blasa við af umfjöllun Aristótelesar um technê er að í þeim dæmum sem eiga mest skylt við kennslu sé lítill eða enginn munur á technê og fronēsis hvað varðar fullkominn útreiknanleika. Báðir hugsunarhættirnir leggja grunn að athöfnum sem krefjast djúprar þekkingar á að- stæðum á hverjum stað og tíma og sem bjóða öllum regluþembingi birginn. Önnur saga er hvort sú niðurstaða að hvorki technê né fronēsis séu í raun útreiknanleg til hlítar þýðir að bæði séu nauðsynlega óútreiknanleg. Að því skulum við hyggja í næsta kafla. E R K E N N S L A P R A X I S ? 18
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.