Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Qupperneq 20

Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Qupperneq 20
beitt er í skólum. Kennsla er hæfni til þátttöku í praxis, hæfni sem eingöngu verður skilin og túlkuð af einstaklingi er lært hefur á innviði viðkomandi praxis, á viðkom- andi stað og tíma, og lært að beina athöfnum sínum að markmiðum er tilheyra við- komandi praxis (W. Carr, 1995, bls. 69; 2004, bls. 61). Ég rýni betur í hugmyndina um kennslu sem praxis í lokakafla ritgerðarinnar, en hyggjum fyrst betur að þeirri stakhyggjutúlkun á fronēsis sem fram gengur af um- mælum forsprakka FPV hér að ofan. Stakhyggja (particularism) í siðfræði nefnist sú hugmynd að skilningur á innviðum siðferðilegs veruleika felist í næmi fyrir marg- breyttum kringumstæðum mannlífsins og blæbrigðum þeirra fremur en þjónkun við altækar kenningar. Gamalkunnri skoðun siðfræðinga um að sömu eiginleikar athafn- ar hljóti alltaf að fela í sér siðferðileg rök með eða móti henni er þar með hafnað; stak- hyggjan gengur þvert á móti út frá því að sömu eiginleikar athafnar geti stundum falið í sér rök með henni en stundum á móti, allt eftir eðli kringumstæðnanna (Dancy, 1993, bls. 60). Með ögn fræðilegra orðalagi þýðir þetta að engin einkvæm tengsl séu milli tiltekinna staðreynda og tiltekinna gilda; jafnvel þótt gildin velti á endanum á staðreyndum þá séu þetta ekki tvær hverfur á sama fati. Stakhyggjutúlkunin á fronēsis Aristótelesar kveður á um að þar sem hann talar um að fronēsis felist í skynjun þess sem við á í tilteknum aðstæðum þá eigi hann í raun við að fronēsis krefjist næmis fyrir hinu sérstaka sem engin altæk kenning geti höndlað. Nú eru vissulega til ýmsar gerðir stakhyggju og misróttækar. Sú róttækasta er sið- ferðileg innsæishyggja er gerir ráð fyrir því að siðferðilegir eiginleikar séu einstakir í sinni röð og smjúgi undan öllum röklegum skilgreiningum; við þekkjum þá nánast einvörðungu með því að sjá þá lifandi fyrir hugskotssjónum okkar. Ekki er öldungis ljóst hvers konar stakhyggju talsmenn FPV aðhyllast en orðalag þeirra sver sig allt í stakhyggjuætt. Fronēsis er þannig kennt við „næmi fyrir hinu einstaka“, „skyn- hæfni“, „aðstæðuskyn“ og svo framvegis. Við skiljum best hvað við er átt með því að huga að greinargerð Dunnes (1993) í bókinni sem flestir FPV-aðdáendur hafa solgið í sig. Dunne er hugfanginn af líkingu fronēsis við sjón eða glöggskyggni. Mannleg reynsla er þar í öndvegi, sem leið mannsins til að aðlaga sig veruleikanum; dygð og þekking eru þættir þessarar reynslu og fronēsis ljær þeim „auga“. Fronēsis er, með öðrum orðum, sjóntæki siðlegrar reynslu: næmið fyrir einstökum kringumstæðum sem gerir okkur kleift að „sjá rétt“ í hvert skipti en sem verður aldrei læst í altæk lög- mál þar sem hvert eitt það lögmál er við þættumst leiða af reynslunni væri fallvalt og kynni að hrynja við næstu reynslu okkar af nýjum aðstæðum (1993, bls. 280, 293, 297, 361). Það er engu líkara en Dunne hugsi sér að sannindin um siðlega þætti reynslunn- ar síist inn í okkur ef við störum nógu lengi á þau. En hvernig vitum við að sannind- in sem síast inn í okkur séu hin rétta siðlega mynd reynslunnar en ekki einber hilling eða missýning? Þar notum við okkur reynslu þess siðvitra (fronimos) sem er endan- legur mælikvarði hins göfuga og rétta. Við berum okkar dóm saman við hans og ef þessum dómum ber saman þá vitum við að við erum á réttri leið. Við treystum per- sónum í stað lögmála. Hið rétta logos kringumstæðnanna er það logos sem hinn sið- vitri myndi einblína á (1993, bls. 35, 258, 312; sjá einnig Aristóteles, 1995, I, bls. 267 [1107a]). E R K E N N S L A P R A X I S ? 20
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.