Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Síða 23

Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Síða 23
brögðum hinna þátttakendanna í námsferlinu“ (Carr og Kemmis, 1986, bls. 37). Markmiðin með kennslu (sem praxis) verða ekki ákvörðuð fyrirfram þar sem þau eru hluti af kennsluferlinu (Carr, 2004, bls. 61). Ágæti kennslu er því ekki heldur skil- greinanlegt áður en kennslan á sér stað (Dunne, 1993, bls. 159). Við sjáum hér hvernig hugmyndin um að fronēsis sé (andstætt technê) nauðsynlega óútreiknanlegt endurspeglast í viðhorfinu til kennslu sem praxis. Rök mín í síðustu tveimur köflum fyrir skyldleika technê og fronēsis, og því að hvorugur hugsunarhátt- urinn sé nauðsynlega óútreiknanlegur, virðast ganga þvert á þetta viðhorf. Ég mun þó ekki reifa þau andmæli frekar hér heldur snúa mér að nýjum rökum, að þessu sinni um mismun technê og fronēsis, sem eiga sér skýra stoð í ritum Aristótelesar og hrína að mér sýnist enn hatrammlegar á hugmyndinni um kennslu sem praxis. Fronēsis er vitræn dygð persónu sem kann að lifa (siðferðilega) góðu lífi. Praxis er verknaðarmynd fronēsis. Andstætt poiêsis (framleiðslu, sköpun), verknaðarmynd technê, sem þjónar öðru markmiði en sjálfu sér, er praxis sjálft sitt eigið markmið (Aristóteles 1995, II, bls. 71 [1140b]). Engin persóna getur verið „algerlega góð“ án fronēsis (1995, II, bls. 94 [1144b]); fólk getur hins vegar verið „algerlega gott“ án technê, það er að segja án þess að taka þátt í tiltekinni starfsemi sem unnin er á grundvelli til- tekinnar technê (án þess að vera leirkerasmiðir, skipstjórar, læknar o.s.frv.). Að praxis sé sitt eigið markmið má ekki skilja svo að eina ástæða þess að breyta rétt felist í hag- stæðum áhrifum þess á mann sjálfan. Það vottar hvergi fyrir slíkri hugumsmárri sjálfsumhyggju hjá Aristótelesi þótt hún marki skrif margra meintra fylgismanna hans í samtímanum, svokallaðra dygðafræðinga. Þvert á móti telur Aristóteles þær siðferðisdygðir göfugastar sem hagfelldastar eru öðru fólki (sjá nánar hjá Kristjáni Kristjánssyni, 2002, kafla 2.2; Irwin, 1990, bls. 373). Engu að síður er ein göfug ástæða þess að breyta rétt sú að það eykur farsæld (evdaimonia) manns sjálfs; þess vegna getum við sagt að það að breyta rétt hafi sjálfmæti: gildi í sjálfu sér. Af öllu þessu má draga þá eðlilegu ályktun að praxis sé vettvangur réttrar siðlegrar breytni. Réttlæting þess að taka þátt í praxis er sú að með því lifum við góðu og göfugu lífi og æðsta birtingarmynd praxis er samfélag fólks sem lifir saman í sátt og samlyndi. Hvergi í ritum Aristótelesar er svo mikið sem ýjað að því að praxis-hug- takið geti átt við tiltekin afmörkuð starfssvið, svo sem læknislist eða kennslu, svið sem að minnsta kosti fljótt á litið virðast hafa önnur markmið en eingöngu hin sið- ferðilegu (sjá t.d. Squires, 1999, bls. 112–116; Squires, 2003, bls. 2; Waring, 2000). Hvað þýðir sú staðreynd fyrir FPV? Einn kosturinn væri að hafna þessu viðhorfi strax þar sem það byggðist á einföldum misskilningi á praxis-hugtakinu. Annar kostur væri að viðurkenna að praxis vísi eingöngu til sviðs réttrar siðlegrar breytni en reyna að snúa þeirri staðreynd sér í vil með því að rökstyðja að kennsla hafi í raun ekki önnur mark- mið en hin siðferðilegu. Aristóteles fjallar ekki heldur um kennslu sem poiêsis; hví gat hann þá ekki einmitt hugsað sér hana sem dæmi um praxis? Hálfnafni Wilfreds Carr, David Carr, hefur valið þennan síðari kost. Hann færir rök að því að kennslu beri hvorki að skilja sem tilflutning tiltekinnar hæfni né þekk- ingar. Það sem kennt er, í vel heppnaðri kennslustund, eru fremur persónulegar sið- rænar dygðir í víðustu merkingu þess hugtaks: hneigðir til að hugsa um og meta við- K R I S T J Á N K R I S T J Á N S S O N 23
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.