Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Qupperneq 25

Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Qupperneq 25
kennsluna jafnóðum út úr huga nemendanna. „Kennslan“ sem þar færi fram gæti vissulega haft eitthvert eigið gildi, til að mynda sem ánægjuleg dægradvöl, en hún hefði ekki gildi sem kennsla. Ég fæ því ekki séð að rönd verði reist við þeirri niðurstöðu að skilgreining Aristótelesar á praxis sem sjálfmætri gjörð (það er gjörð sem hefur gildi í sjálfri sér) grandi endanlega hugmynd FPV um kennslu sem praxis. Það merkir að sjálfsögðu ekki að fronēsis hafi enga þýðingu í kennslu. Fronēsis hefur þýðingu í kennslu að svo miklu leyti sem kennsla er siðlegur verknaður; fronēsis hefur sérstaka og augljósa þýðingu í allri siðfræði- og lífsleiknikennslu en einnig í ýmiss konar ákvarðanatöku um skipulag og framkvæmd kennslu sem stefnir að heill nemendanna. Aristóteles tók enda skýrt fram að þótt fronēsis og technê heyrðu „hvorugt til annars“ (1995, II, bls. 69 [1140a]) þá þyrfti oft á fronēsis að halda við framkvæmd technê. En það eitt gerir kennslu ekki að praxis, því að í kennslu þurfum við líka á þeôria að halda (t.d. þegar við kennum stærðfræði og rökfræði) og technê (þegar við kennum ýmiss kon- ar listir, handmennt og íþróttir). Orton (1988) hittir sennilega naglann á höfuðið þeg- ar hann segir að kennsla felist í samræmdri notkun hinna þriggja hugsunarhátta Aristótelesar, þeôria, technê og fronēsis. Þó get ég ekki varist þeirri hugsun að ef einn hugsunarhátturinn öðrum fremur sé eða eigi að vera ráðandi í kennslu þá sé það technê og að kennsla eigi þannig mest skylt við poiêsis á borð við læknislist eða skip- stjórn, eins og þeim var lýst hér að framan, það er verk sem í senn byggjast á list og lærdómi og ekki verða reiknuð út af fullkominni nákvæmni fyrirfram en sem geta samt haft hliðsjón af almennum kenningum og reglum. Lokatakmark kennslu er nú einu sinni það að nemendur læri: takmark sem liggur handan verknaðarins að kenna. Að því skapi, að minnsta kosti, er kennsla mun dæmislíkari poiêsis en praxis. Ég læt svo hjali mínu um fronēsis-praxis viðhorfið lokið með þeirri stuttorðu en af- dráttarlausu niðurstöðu að talsmönnum þess viðhorfs verði magur gróði að því að sækja í Aristóteles sem viskulind um eðli kennarastarfsins, að minnsta kosti meðan þeir sýna texta hans sjálfs ekki meiri trúnað en raun ber vitni um. Þegar ég les rit tals- manna FPV rifjast raunar oft upp fyrir mér gömul kínversk dæmisaga um hefðar- manninn Ye sem þóttist svo elskur að drekum að allar skreytingar í húsi hans urðu að bera mynd þess fræga goðsagnadýrs. Þegar sjálfur himnadrekinn frétti af þessu brá hann sér til jarðarinnar, stakk sér inn um glugga í húsi Yes og dillaði slímugum halanum framan í hann. En þá brá svo við að hefðarmaðurinn fölnaði upp og tók sem skjótast til fótanna. Lærdómurinn af dæmisögunni var sá að Ye elskaði ekki raun- verulega dreka heldur drekaímyndina. Ég gæti best trúað því að eitthvað svipað gildi um talsmenn FPV og hið meinta dálæti þeirra á Aristótelesi. K R I S T J Á N K R I S T J Á N S S O N 25
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.