Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Síða 34

Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Síða 34
blæbrigðaríka merkingu sem verður að hugtaki í huga hans og jafnframt er hún leið hans til að ná tökum á flóknum fyrirbærum. Glíman við fræðilega hugtakið gefur ein- staklingnum möguleika á að skilja, hugsa og ræða fyrirbæri á nýjan hátt. Kenningar þessar leggja áherslu á gildi náms fyrir vitsmunalegan þroska, og jafn- framt á hlutverk fullorðinna – eða annarra „hæfari“ einstaklinga – í námi barna. Hug- tak Vygotskys „Zone of proximal development“ (þroskasvæði) hefur orðið mjög vin- sælt tæki til að skilgreina hvernig nám fer fram og hvernig forsendur til frekara náms breytast þar með (Vygotsky 1978). Skýringarmynd úr bók eftir Smith og Cowie (1991, bls. 353) hentar vel til að útskýra hvað átt er við. Á þroskasvæðinu eru nálægir þroskakostir með stuðningi fullorðinna eða hæfari einstaklinga; með öðrum orðum allt það sem er rétt utan þess sem barnið ræður sjálft við, eða það sem barnið getur lært með stuðningi frá öðrum, en réði annars ekki við. Samskipti við hæfari einstak- linga og stuðningur þeirra er talinn skipta sköpum. Mynd 2 – Þroskasvæðið Þegar nemandi tekst t.d. á við viðfangsefni í skóla geta þau verið með ýmsu móti. Sum þeirra ræður hann við einn og óstuddur, þau eru lík því sem hann þekkir og bæta í raun ekki neinu við kunnáttu hans eða skilning. Verkefn- in eru þá ekki á þroskasvæðinu, þau fela ekki í sér nýja þroskakosti. Önnur verkefni eru erfið og krefjandi og einnig getur verið að einföldu verkefnin leyni á sér, þau gefi tilefni til meiri lærdóms en nem- andinn kemur auga á. Þá skiptir sköpum að eiga samskipti við aðra sem opna honum nýjan skilning eða styðja hann í að ná tökum á því sem erfitt er. Slík verkefni bjóða upp á möguleika til aukins þroska og tilheyra þess vegna þroskasvæðinu. Einnig er ljóst að sum viðfangsefni liggja utan við þroskasvæðið, nemandinn hefur ekki forsendur til að ráða við þau jafnvel þótt hann njóti stuðnings. Samkvæmt skýringarmyndinni (mynd 2) má hugsa sér að þroskasvæðið liggi milli þess sem einstaklingurinn ræður við einn og óstuddur og endimarka þess sem hann ræður við með góðum stuðningi – að það sé svæði mögulegs þroska með stuðningi frá hæfari einstaklingi, jafnaldra eða fullorðnum. Þroskakostirnir liggja þarna. Mörg dæmi má nefna. Barn sem kann nokkuð fyrir sér í deilingu rekst kannski á verkefnið 22 : 5. Út frá fyrri reynslu ályktar barnið að það sé óleysanlegt. Spurningar kennarans og samræður við aðra nemendur gætu þá opnað huga þess fyrir því að svarið sé tala sem liggur milli talnanna 4 og 5, og það áttar sig á að niðurstaða úr deilingu er ekki alltaf heil tala. Annað dæmi er um ungling sem var að lesa teiknimyndasöguna Laxdælu. Í samræðum við foreldra kom í ljós að unglingurinn hafði lesið söguna sem áhugaverða bardagasögu. Öll ástarsagan hafði farið fram hjá honum. Í samræðum við foreldrana opnuðust augu hans fyrir nýjum og áhugaverðum hliðum sögunnar og skilningur á henni varð dýpri. Í báðum þessum dæmum ættu forsendur ein- H V E R N I G S T Y Ð U R K E N N A R A H Á S K Ó L I Í S L A N D S V I Ð S T A R F S H Æ F N I K E N N A R A N E M A ? 34 ÞROSKASVÆÐIÐ Nálægir þroskakostir með stuðningi fullorðinna eða hæfari jafnaldra Núverandi þroski
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.