Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Page 54
daglegu starfi fær hann fyrirhöfnina launaða með því að sjá börnin dafna. Í þriðja lagi
að fá staðfestan árangur; kennari þarf reglulega að fá jákvæða endurgjöf á vinnu sína
til að öðlast starfsánægju.
En Bloom (2000) varar við því sem hún kallar samstarfsgildrur. Hún talar um áhrif
ríkjandi hópa og segir að í starfsmannahópi geti ákveðinn hópur orðið ríkjandi og
komið í veg fyrir að ákvarðanir séu teknar. Slíkir hópar geta verið formlegir (kennar-
ar, foreldrar, starfsfólk í eldhúsi) eða óformleg klíka, og hún bendir á að sumir hópar
hafa betri stöðu, völd og áhrif en aðrir. Hún segir að slík hópamyndun stuðli að
fábreytni skoðana innan hópsins sem geti leitt til gagnrýnisleysis. Þetta fyrirbæri
nefnir hún hóphugsun og segir að hún komi fram þegar löngun hópsins eftir sam-
komulagi verður yfirsterkari hæfninni til að meta vandamál rétt og íhuga alla val-
kosti við ákvarðanatöku.
Starfsþróun er einn áhrifaþáttur námskrárgerðar en hún felur í sér skipulega
endurmenntun kennara í samræmi við mótaða starfsþróunarstefnu hvers skóla og
áætlanir á grundvelli hennar (Rúnar Sigþórsson o. fl., 1999). Samræma verður þarfir
einstaklinga og skóla fyrir faglega þróun þegar gerð er áætlun um starfsþróun að
mati Russel (1996). Bein tenging á að vera við námskrárgerðina þar sem kennarar
geta bætt kennslu sína, t.d. varðandi listir og hönnun með því að fara á námskeið.
Starfsþróunaráætlun á að styðja þarfir skólans fyrir umbætur. Evans (2001) bendir á
að nýjungar í starfi leiði til þess að starfsfólk þurfi að hafna eldri starfsháttum og taka
upp nýja sem oft krefjast nýrrar færni. Niðurstöður fjölda rannsókna styðja það að
starfsfólk þarfnast leiðsagnar við að þróa nýja færni.
Í rannsókn Þórdísar Þórisdóttur (2003) sýna niðurstöður að símenntun í leikskól-
um virðist helst skila sér í starfsánægju og auknu sjálfsöryggi starfsfólks og að nám
virðist veita starfsfólki aukin völd og virðingu í leikskólanum. Símenntun varð
þannig leið ófagmenntaðs starfsfólks til að hafa meiri áhrif í leikskólanum og á leik-
skólastarfið. Faglegur ávinningur kom fram í aukinni meðvitund starfsfólks um að
hverju það vildi stefna í starfinu, aukinni þekkingu á fagstarfi og hæfni til að nota
fjölbreyttar aðferðir í starfinu. Það kom einnig fram að símenntun skilaði sér í um-
ræðu sem þátttakendur voru sammála um að væri það sem einna líklegast væri til að
auka árangur símenntunar.
Mat – hin hlið skólanámskrár
Með tilkomu aðalnámskrár árið 1999 og leikskólum var gert skylt að gera sína eigin
skólanámskrá var þeim einnig ætlað að þróa matsaðferðir til að meta leikskólastarfið
(Reglugerð um starfsemi leikskóla nr. 225/1995). Endurmat er á margan hátt undir-
staða þess að gera eigin skólanámskrá að mati Kolbrúnar Vigfúsdóttur og Margrétar
Vallýar Jóhannsdóttur (2001). Þær telja að þegar hafist er handa við námskrárgerð
þurfi að byrja á því að skoða hvað verið sé að gera í viðkomandi leikskóla, af hverju
viðkomandi leið sé valin og hvað styðji það val. Þær segja að leggja þurfi mat á starfið
sem verið er að vinna til að geta sett saman skólanámskrá. Mat í þessu samhengi felur
í sér að greina eða kortleggja þær skráðu og óskráðu aðferðir, reglur og venjur sem
fyrir eru í leikskólanum. Bruce (1992) telur matið mikilvægt fyrir foreldra því með
Þ Ö G U L Þ E K K I N G F Æ R M Á L – S K Ó L A N Á M S K R Á R G E R Ð Í L E I K S K Ó L A
54