Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Side 58
manna- og deildarfundum og skipulags- og námskeiðsdögum leikskólans. Hins
vegar skýrsla um þróunarverkefni sem unnið var í leikskólanum, ársáætlun, fræðslu-
hefti, dagbækur hópstjóra um vinnustundir með börnunum og handbók, auk skóla-
námskrár leikskólans.
Rannsóknarferlið, athugasemdir, vangaveltur og upplifanir voru skráðar í dagbók
og síðan notaðar við úrvinnslu gagnanna. Dagbók getur reynst dýrmæt auðlind við
að mynda samhengi í rannsóknina og minna á einstök atriði um gagnaöflun og vett-
vangsathugun (Blaxter, Hughes og Tight, 2000).
Í greiningu gagna felst að sundurliða gögnin og tengja einstök atriði við flokka
sem rannsakandi skilgreinir (Hitchcock og Hughes, 1999). Við greiningu gagnanna
voru flokkuð og skilgreind hugtök og þemu sem fram komu og tengjast rannsóknar-
spurningum og þeim efnisatriðum sem lögð voru til grundvallar í viðtölum við
starfsmenn.
Það sem fram kom í rýnihópum og einstaklingsviðtölum var flokkað, rýnt var í
hvert viðtal og innihald þess flokkað eftir efnisatriðum. Hugtök og þemu í öllum við-
tölunum voru borin saman og síðan flokkuð undir hverja rannsóknarspurningu.
Skráð gögn leikskólans voru skoðuð í ljósi lýsinga starfsmanna á þýðingu þeirra og
því notagildi sem fram kemur í viðtölunum. Vettvangsathuganir rannsakanda voru
síðan bornar saman við skráðu gögnin og túlkun starfsmanna á þeim. Atriðin sem
fram komu voru felld saman í heild sem gefur lýsingu á einkennum og áhrifaþáttum
námskrárgerðar í einum íslenskum leikskóla.
NIÐURSTÖÐUR – UMRÆÐUR
Hér á eftir verður fjallað um niðurstöður rannsóknarinnar. Gerð er grein fyrir niður-
stöðum hverrar rannsóknarspurningar og þær speglaðar í fræðilegu samhengi.
Hvaða merkingu leggur starfsfólk leikskóla í hugtakið skólanámskrá?
Þegar fyrstu viðbrögð starfsmanna leikskólans gagnvart hugtakinu skólanámskrá
eru skoðuð er óöryggi áberandi. Ástæður þess má hugsanlega rekja til nokkurra
þátta. Fyrstu hugmyndir þeirra um hugtakið skólanámskrá tengjast námskrám í
grunn- og framhaldsskólum sem þeim virðast við fyrstu sýn vera viðamiklar og
framandi fyrir leikskólastarf. Uppeldisstarf og starfshættir sem tíðkast í leikskólum
fannst þeim ekki tilheyra skólanámskrá því hugmynd þeirra um námskrá var tengd
skólamiðuðum verkefnum eða námsfögum. Einnig má ætla að óöryggið hafi stafað
af ákveðinni óvissu því að starfsmenn töldu sig þurfa að búa til eitthvað nýtt en voru
ekki vissir um hvað það væri eða í hverju það fælist. Selma leikskólakennari sagði
t.d.:
Ég hélt alltaf að þetta væri eitthvað sem þyrfti að byrja frá grunni, af því
að ég skildi ekki þetta orð, skólanámskrá, svo líka af því að þetta var
skóla… þá fannst mér þetta eitthvað… ekki leikskóla heldur skóla.
Þ Ö G U L Þ E K K I N G F Æ R M Á L – S K Ó L A N Á M S K R Á R G E R Ð Í L E I K S K Ó L A
58