Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Side 60
ígrunda stöðuna, endurmeta og spyrja: Hvað gerum við hér og hvers vegna? Niður-
staðan var skráð í ljósi nýrrar umræðu og birt í formi rits sem í dag er skólanámskrá
leikskólans.
Allir starfsmenn leikskólans voru þátttakendur á fyrstu stigum námskrárgerðar-
innar. Þeir tóku þátt í starfsmannakönnun og umræðum, en um síðari hluta vinn-
unnar, að flokka efni og skrá niðurstöður, sáu leikskólakennarar leikskólans og leik-
skólastjórinn. Því er haldið fram að ein grundvallarforsenda skólanámskrárgerðar sé
að allt starfsfólk skóla sé tilbúið að leggja sitt af mörkum enda eigi skólanámskráin
að endurspegla sameiginleg markmið og vera öflugt þróunartæki hvers skóla
(Menntamálaráðuneytið, 1997). Í vinnuferlinu var lögð áhersla á samvinnu, reglulega
fundi og uppbyggilega gagnrýni. Starfsmenn eru sammála um að þrátt fyrir ágrein-
ing um ýmis atriði leiddu umræður til samkomulags eins og fram kemur í orðum
Grétu sem er leiðbeinandi: „Það skiptir máli því að maður var óhræddur við að
spyrja ef maður var ekki viss. Traustið innan starfsmannahópsins er númer eitt, tvö
og þrjú í þessu starfi, það er ekki spurning.“
Ólafur H. Jóhannsson (2003) segir að mikilvægt sé að fást við ágreining þegar hann
kemur upp á yfirborðið, en þó meira um vert að skapa jákvætt andrúmsloft sem ein-
kennist af samvinnu, heilindum og trausti því í slíku andrúmslofti sé hægt að skapa
það viðhorf að í ágreiningi felist tækifæri til umbóta. Starfsmenn leikskólans fylgdust
með framgangi vinnunnar með því að deildarstjóri hverrar deildar kynnti stöðuna á
deildarfundum. Starfsmenn litu á það sem hluta af því að taka þátt í verkinu.
Mótun sameiginlegrar sýnar á starfið með því að skilgreina hugtök og taka mark
á niðurstöðum viðhorfakönnunar, annars vegar á meðal starfsmanna og hins vegar
foreldra barna í leikskólanum, leggur grunninn að þeim meginmarkmiðum sem
koma fram í skólanámskrá leikskólans í dag. Formlegt skipulag innan leikskólans,
deildar- og starfsmannafundir, skipulags- og námskeiðsdagar, voru nýttir til um-
ræðna auk þess sem ákveðinn hópur vann yfirvinnu til að ljúka verkinu.
Sterkustu áhrifaþættir á gerð og innihald skólanámskrárinnar voru: handbók leik-
skólans, þróunarverkefni sem unnið var, hugmyndafræði Johns Deweys og Aðal-
námskrá leikskóla. Starfsmenn voru sammála um að flokkun á skráðu efni leik-
skólans og viðfangsefnum hefði verið flókin. Þeir voru einna lengst að átta sig á hvað
tilheyrði skólanámskrá og hvað handbók leikskólans. Þeirra niðurstaða var að inni-
hald handbókar leikskólans og skólanámskrá væri ekki það sama nema að hluta til.
Skólanámskráin inniheldur hugmyndafræði leikskólans en handbókin hagnýtar leið-
beiningar, vinnuskipulag og reglur.
Tilurð handbókar leikskólans leiddi til þess að starfsmenn áttu auðveldara með að
fara yfir og endurmeta starfshætti leikskólans enda telja þeir að sú forvinna sem
unnin var með gerð hennar hafi stuðlað að því að skólanámskrárgerðin gekk greið-
lega.
Þróunarverkefnið sem unnið var í leikskólanum er „rauði þráðurinn“ í hug-
myndafræðinni sem skólanámskráin byggir á. Með því fundu starfsmenn þá sér-
stöðu í leikskólastarfinu sem þeir sóttust eftir og telja að við námskrárgerðina hafi
þróunarverkefnið orðið sýnilegra og sérstaða skólans skýrst enn frekar. Þóra aðstoð-
arleikskólastjóri sagði:
Þ Ö G U L Þ E K K I N G F Æ R M Á L – S K Ó L A N Á M S K R Á R G E R Ð Í L E I K S K Ó L A
60