Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Side 62
Það hefur líka hver sinn persónuleika, þannig að ég er kannski að vinna
að því sama og sú við hliðina á mér en það getur verið munur á
okkur… við höfum ákveðin ramma en við höfum ákveðið svigrúm og
það finnst mér líka af hinu góða.
Ætla má að stór liður í virkni skólanámskrár leikskólans í dag liggi í þeirri fyrir-
hyggju starfsmanna að taka saman og skrá á markvissan hátt starfsemi leikskólans í
handbók. Með því fékk hluti af innihaldi hennar að gerjast í starfi leikskólans áður en
hún leit dagsins ljós í formi skólanámskrár. Skýr uppeldisstefna leikskólans og
skráðar leiðir að henni og vinnugögn halda utan um og samræma vinnubrögð starfs-
manna í leikskólastarfinu. Börkur Hansen og Smári S. Sigurðsson (1998) benda á að
skóli sem lærir beini orku sinni að því að nýta atgervi, þekkingu, reynslu og vinnu-
lag, sem hver stofnun býr yfir, til að breyta og bæta. Hann nýti jafnframt þætti í um-
hverfinu sér til framdráttar.
Fram kemur að hinni eiginlegu skólanámskrárgerð er ekki lokið og vinna stendur
yfir og er fyrirhuguð áfram við að skýra betur hugtök og útfæra leiðir námssviða sem
tengjast skólanámskránni. Starfsmenn eru ánægðir með þá vinnu og nýir starfsmenn
líta á það sem tækifæri til að hafa áhrif á starf leikskólans. Er því líklegt að með því
móti nái námskráin að festast enn betur í sessi í leikskólastarfinu. Owens (2001) segir
að hlutdeild stuðli að meiri ábyrgð hjá fólki gagnvart árangri stofnana. Með því að
vera hluti af markmiðssetningu og ákvörðunum hópsins finna einstaklingar hags-
muni í því að vinnan gangi vel. Slíkt örvi hópavinnu sem er einkenni árangursríkra
stofnana.
Annar stór þáttur í að virkja skólanámskrá leikskólans er að innleiða og þróa mat.
Starfsmenn gera reglulega sjálfsmat sem á að segja til um hvort unnið er að þeim
verkþáttum sem ætlast er til. Starfsmönnum er umhugað um að fá viðhorf foreldra
og sýn þeirra á starfið og leggja því fyrir viðhorfakannanir reglulega. Matið segja
starfsmenn að skerpi á starfinu og sýni þeim fram á hvort árangur hefur náðst. Skóla-
námskrána sjálfa ætlar leikskólastjóri að meta sérstaklega til að vita hvort starfsmenn
eru meðvitaðir um hana í starfi sínu. En hafa þarf í huga, eins og Steinunn H. Lárus-
dóttir (2003) bendir á, að tryggja verður á öllum stigum að matið einangrist ekki
innan skólans. Tengja þarf umbætur á grundvelli mats við annað umbótastarf í
skólanum svo sem endurmenntun starfsmanna, þróunarverkefni sem unnið er og
fella matsferlið að annarri áætlanagerð til lengri og skemmri tíma.
Lögð er áhersla á að koma nýjum starfsmönnum vel inn í starf leikskólans. Mót-
tökuáætlun fyrir nýja starfsmenn er til í leikskólanum. Þeir fá regluleg leiðbeininga-
viðtöl og gefst tími til að lesa námskrá leikskólans og handbók. Nýir starfsmenn
nefna að þeir læri vinnubrögðin með því að fylgjast með reyndari starfsmönnum og
segjast jafnframt fá aðstoð og leiðbeiningu frá þeim við að vinna samkvæmt
námskránni. Kristjana þroskaþjálfi sagði: „Það er mjög mikið jafnvægi hérna, það eru
allir boðnir og búnir að hjálpa manni. Ég veit ekki hvaða nafn ég á að nota, en það er
mjög mikil jákvæðni, ekkert pukur og engir að rotta sig saman.“
Starfsmenn eru meðvitaðir um ábyrgð sína sem fyrirmyndir í starfi fyrir nýja
starfsmenn við að tileinka sér skólanámskrána og vinnubrögð í leikskólanum. Fullan
Þ Ö G U L Þ E K K I N G F Æ R M Á L – S K Ó L A N Á M S K R Á R G E R Ð Í L E I K S K Ó L A
62