Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Síða 64

Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Síða 64
Stjórnunarmáti leikskólastjóra hefur afgerandi áhrif bæði þegar litið er á námskrárgerðina og framkvæmd hennar. Við gerð skólanámskrárinnar hafði hann forystu um að móta framtíðarsýn leikskólans, virkja starfsmenn til þátttöku, skipu- leggja ferlið og fræðslu í samráði við starfsmenn, var fyrirmynd í vinnubrögðum og sá um samantekt skólanámskrárinnar í lokin. Ósk leikskólakennari orðaði þetta þannig: Það sem stendur upp úr er fyrst og fremst að hafa svona faglegan for- ingja sem var alltaf tveimur skrefum á undan manni, kom alltaf undir- búin á alla fundi, gafst aldrei upp og leiddi þetta áfram af jákvæðn- inni… við skulum bara skoða þetta… eða kanna þetta… vilt þú kannski kanna þetta. Það var aldrei gefist upp eða einhverju sleppt að því að við skildum ekki eða gátum ekki. Þegar horft er á framkvæmd námskrárinnar kemur fram að stjórnunarhættir leik- skólastjóra eiga stóran þátt í að skapa það andrúmsloft og aðstæður sem leiða til þess að skólanámskráin verður gangverk leikskólastarfsins. Starfsmenn upplifa skýran starfsramma en sveigjanlegan, tekið er á vandamálum og þau rædd og leikskólastjóri er sjálfum sér samkvæmur í orði og verki. Þeir upplifa einnig hvatningu, hrós og uppbyggilega gagnrýni og þeir eru gerðir ábyrgir fyrir eigin árangri með sjálfsmati. Jafnframt leggur leikskólastjóri siðferðilegar línur sem varða umgengni og umræður innan leikskólans. Einnig kemur fram skýr áhersla hans á þjónustuhlutverk leikskól- ans gagnvart foreldrum barnanna ekki síður en það faglega. Í niðurstöðum rannsóknar Örnu H. Jónsdóttur (1999) lýsti starfsfólk eftir stjórn- anda sem er faglega sterkur með skýra stefnu og er þátttakandi í leikskólastarfinu. Hann þarf að hafa mikla tjáskiptahæfileika, geta leitt opinskáa umræðu um stefnu leikskólans og leiðir til árangurs, geta tryggt samvinnu og samábyrgð á þróun starfs- ins, geta innleitt hvetjandi starfsanda og stuðlað að virðingu og trausti í starfsmanna- hópnum. Hann á einnig að sjá um handleiðslu nýliða og mat á starfsaðferðum. En starfsmenn telja einnig að margt hafi áunnist við gerð skólanámskrárinnar. Með því að kryfja vinnu sína skerptist sýn þeirra á eigið starf og jafnvel hversdagslegir hlutir fengu nýja merkingu. Þátttaka í umræðum, námskeið og lestur fagbóka sköpuðu nýja þekkingu og starfsmenn segjast afmarka starfið betur og eiga auð- veldara með að skipuleggja það. Fagleg umræða hefur aukist í leikskólanum með til- komu skólanámskrár að þeirra mati og hafa þeir miklar væntingar til áframhaldandi vinnu við að útfæra einstaka þætti hennar. Vinnan við námskrána þétti hópinn enn frekar. Starfsmenn leggja mikla áherslu á gildi skólanámskrár fyrir foreldrasam- vinnu, að foreldrar fái upplýsingar um stefnu leikskólans og þeir sjái að þar er verið að vinna uppeldisstarf. Það sem starfsmenn eru þó einna ánægðastir með er að skóla- námskráin endurspeglar það sem raunverulega er gert í leikskólanum. Richert o. fl. (2001) segja að nám sé hjarta skólaþróunar. Þegar skólafólk lærir breytast vinnuaðferðir þess og stofnunin sem það vinnur við breytist. Þau benda á að við nám verður óhjákvæmilega samstarf þegar fólk vinnur saman að því að gera starf sitt og reynslu merkingarbæra. Nám á sér stað þegar fólk stendur andspænis nýjum hugmyndum og reynslu og fær tækifæri til að ígrunda hvort tveggja. Og þegar reynir á nýja þekkingu og hugmyndir eykst skilningur þess. Þ Ö G U L Þ E K K I N G F Æ R M Á L – S K Ó L A N Á M S K R Á R G E R Ð Í L E I K S K Ó L A 64
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.