Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Page 66
innihald skólanámskrárinnar, væri ráðlegt fyrir starfsmenn að taka hugmyndafræði
Johns Deweys, sem telst til kennslufræði, og viðurkenndar þroskakenningar til sér-
stakrar umræðu og tengja betur inn í starfið. Það gæti gert annars gott leikskólastarf
markvissara og enn betra.
Hvað má læra af námskrárgerð leikskólans?
Þegar litið er á niðurstöður koma í ljós atriði sem segja má að hafi ráðið úrslitum um
hvernig til tókst við gerð skólanámskrár leikskólans. Hér verða nokkur þeirra til-
greind og þess vænst að aðrir sem standa í sömu sporum geti nýtt sér þau.
• Sameiginleg framtíðarsýn starfsmanna um hugmyndafræði og áherslur leik-
skólans lagði grunninn að inntaki skólanámskrárinnar. Þróunarverkefnið sem
unnið var í leikskólanum festi áherslur þeirra í sessi.
• Markviss skráning á vinnuaðferðum í handbók leikskólans og gerð vinnu-
gagna leiðbeina starfsmönnum og veita þeim öryggi í daglegu starfi.
• Með tilkomu skólanámskrár eru áhersluþættir í starfinu skýrari. Gerð skóla-
námskrárinnar er ekki endanleg og einstakir þættir hennar eru útfærðir og
skráðir í handbók leikskólans.
• Mat á starfi leikskólans gaf því skýrari merkingu og starfsmenn sjá með því
árangur. Mat er liður í þróun skólanámskrárinnar og tæki til að bæta allt starf
leikskólans. Viðhorfakannanir eru gerðar til að tryggja áhrif foreldra á starfið.
• Lögð er áhersla á jákvæðan starfsanda og samstarf allra starfsstétta innan leik-
skólans. Uppbyggileg gagnrýni og opin skoðanaskipti stuðla að trausti innan
starfsmannahópsins.
• Formlegir fundir eru nýttir sem vettvangur fyrir umræður og skipulag leik-
skólastarfsins. Allir starfsmenn eru þátttakendur í umræðum og ákvörðunum
sem snúa að leikskólastarfinu.
• Stjórnunarhættir leikskólastjórans stuðla að virkri þátttöku starfsmanna,
starfsánægju og samábyrgð. Hann setur skýran starfsramma, hvetur, leið-
beinir og er sjálfur fyrirmynd í starfi.
• Markviss aðlögun nýrra starfsmanna og skipulögð starfsþróun eru mikilvæg-
ir liðir í að virkja og þróa skólanámskrána. Starfsmenn miðla til samstarfs-
manna innihaldi námskeiða, sem þeir sækja, og haldið er utan um námskeiðs-
gögn.
• Þroska- og kennslufræðikenningar þarf að taka til umræðu við þróun skóla-
námskrárinnar til að gera uppeldisstarfið markvissara.
NIÐURLAG
Þegar litið er á niðurstöður má sjá að viðhorf starfsmanna til skólanámskrár er já-
kvætt og starfsmenn hafa við gerð hennar endurskipulagt starf sitt í leikskólanum og
markað sér sérstöðu sem þeir sameinast um. Hafa verður þó í huga að þar sem rann-
sóknin er gerð eftir að skólanámskráin kom út er trúlegt að fennt hafi í einhver spor
Þ Ö G U L Þ E K K I N G F Æ R M Á L – S K Ó L A N Á M S K R Á R G E R Ð Í L E I K S K Ó L A
66