Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Qupperneq 73

Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Qupperneq 73
greindir af ráðandi vestrænum orðræðum sem öðruvísi og í umfjöllun um þá lögð áhersla á þætti sem þóttu framandi. Í ljósi rannsóknarinnar var sérstök áhersla lögð á tilvísun í hópa eða landsvæði sem sögulega hefur verið vísað til sem framandi á Vesturlöndum, til dæmis Asíu og frumbyggja Ameríku og Ástralíu. Notkun mín á hugtakinu framandleiki er undir áhrifum frá hugtaki E. Saids (1978) orientalismi, sem hann notaði til að vísa til þess að umfjöllun Vesturlandabúa um Austrið endurspeglar ímynd Austursins sem andstöðu Vestursins og sem fullt af fyrirframgefnum eigin- leikum. Umfjöllun Saids um orientalisma dró þannig athygli að því hvernig ákveðin sögulega skilgreind rými hafa verið skilgreind sem andstæður við Vestrið. Staðsetn- ingu ímynda Afríku í samanburði við ímyndir annarra hópa sem hafa verið skil- greindir sem framandi á einhvern hátt tel ég mikilvæga til að skilja slíkar ímyndir betur, meðal annars til að auka skilning á hugtakinu „kynþáttur,“ sem snýr augljós- lega ekki eingöngu að fólki frá Afríku. Umfjöllunin hefst á grófu yfirliti kenninga sem hafðar voru að leiðarljósi við lestur og greiningu textanna. Þar bendi ég meðal annars á afmörkun ákveðinna hópa sem framandi og hvernig ákveðnum staðalmyndum hefur að einhverju leyti verið við- haldið í gegnum ýmiss konar ímyndir. Því næst er fjallað um nýjustu aðalnámskrána og áherslur hennar hvað varðar námsbækur, en hún gefur meðal annars upplýsingar um lagalegt og stofnanalegt samhengi bókanna í samtímanum. Undirstrika má að námskráin sem hér er til umfjöllunar var ekki til staðar þegar flestar bækurnar voru útgefnar. Eldri bækurnar féllu undir markmið annarrar aðalnámskrár og eru þannig augljóslega samdar undir öðrum formerkjum. Ég tel þó stutta umfjöllun um mark- mið samtíma aðalnámskrár gagnlega því hún hjálpar okkur að skoða eldri og nýrri bækur út frá markmiðum menntamála í dag. Slíkt er mikilvægt sérstaklega þegar haft er í huga að eldri námsbækur geta verið notaðar samhliða nýrri bókum. Ég sný mér svo að framkvæmd og aðferðafræði rannsóknarinnar og mun þá leggja áherslu á ýmis aðferðafræðileg vandamál sem komu upp í rannsókninni. Að lokum mun ég ræða nokkrar niðurstöður sem komu fram við tölfræðilega úrvinnslu gagnanna. KENNINGARLEGUR BAKGRUNNUR Orðræður og minni Námsbækur eru augljóslega einungis ein framsetning ímynda eða orðræðna og fela í sér – rétt eins og listaverk, textar eða ljósmyndir – ákveðið kerfi tákna sem öðlast merkingu í sögulegu og félagslegu samhengi. Notkun franska heimspekingsins Michel Foucault á hugtakinu orðræður (discourse) dró athygli að mikilvægi þess að skoða ímyndir í tengslum við margþættar stofnanir samfélagsins, þátt orðræðna í sköpun ákveðinna sjálfsvera (subjectivities) og tengingu þeirra við athafnir einstak- linga. Ímyndir fela í sér ákveðna endurspeglun á samfélagsgerð en birta á sama tíma andóf og/eða endursköpun hennar. Fræðimenn hafa lengi bent á mikilvægi ímynda í að skapa og viðhalda ákveðnum staðalmyndum, t.d. hvað varðar hlutverk og eðli kynjanna (Bordo, 1993), og kynþætti sem líffræðileg fyrirbæri (Miller, 1985; Mudimbe, 1988). Hugtakið félagslegt minni (social memory) getur verið gagnlegt til að K R I S T Í N L O F T S D Ó T T I R 73
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.