Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Page 74

Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Page 74
skoða nánar þessar þversögulegu dýptir ímynda, en líta má svo á að ímyndir hafi átt þátt í að viðhalda ákveðnum formum félagslegs minnis með því að endurskapa það í tíma og rúmi. Atburðir eins og helförin eru þannig rifjaðir upp aftur og aftur og gefa ramma til að skilja aðra atburði, eins og þjóðernishreinsanir í Kosovo (Huyssen, 2001) Eins og minningar almennt, felur félagslegt minni einnig í sér gleymsku þar sem ákveðin atriði eða viðburðir hverfa, eru ósýnilegir eða ekki til staðar. Nota má nokkuð frjálslega hugtak V. Y. Mudimbes (1994, bls. vii) „nýlendusafnið“ (colonial library), til að benda á að ákveðin minni frá nýlendutímanum virðast vera rifjuð upp aftur og aftur á meðan aðrir þættir falla í gleymsku eða hverfa úr forgrunni. Ný- lendusafnið má því útskýra sem eina tegund minnis sem hjálpar til við að útskýra og skilja þætti í samtímanum. Andreas Huyssen (2001) bendir á að þrátt fyrir aukna samtengingu heimsins heldur þjóðin áfram að vera mikilvægur vettvangur athafna og ímynda sem tengdar eru minni á ákveðinn hátt. Huyssen undirstrikar mikilvægi þess að skoða hvernig minni er endurgert og sett fram í margvíslegu tilliti svo sem út frá þjóðinni, ákveðnum svæðum og í alþjóðasamhengi. Ég vil einnig leggja áherslu á mikilvægi þess að skoða minni ekki eingöngu út frá nytjalegu sjónarhorni sem á þátt í að tryggja hagsmuni ákveðinna hópa, heldur sem samofið sjálfsmynd og sjálfsveru-hug- myndum í mun víðara samhengi. Minnistengdar sagnir eru fullar af merkingu (meaning) og fela í sér tilraun til að skilja sjálfan sig og aðra út frá sögulegum spegli, eins og ég hef bent á annars staðar (Kristín Loftsdóttir, 2002). Margar rannsóknir hafa þannig sýnt fram á hvernig sjálfsmyndir einstaklinga og hópa verða til í tengslum við hugmyndir um annað fólk og náttúrulegt umhverfi (sjá Haraway, 1991; Levi-Strauss, 1962). Christopher L. Miller (1985) hefur haldið því fram að Afríka hafi verið mikilvægasta andstæðan við Evrópu og gefur umfjöllun hans til kynna, eins og reyndar áherslur margra annarra fræðimanna – að Afríka hafi verið spegill sem sýndi skýrar fram á ákveðna þætti sem taldir voru einkenna evrópska menningararfleifð með því að draga fram andhverfu þessara þátta. Á sama tíma og ég dreg í efa að Afríka hafi verið á öllum tímum mikilvægasta andhverfan við Evrópu þá er ljóst að Afríka hefur löngum verið skilgreind í Evrópu og á Vestur- löndum sem hefðbundin, án sögu og oft tengd við gildi sem hafa neikvæða merkingu í hugum Evrópubúa, svo sem stjórnleysi, vanþróun og villimennsku. Áhersla á litar- hátt hefur að sama skapi lengi vel einkennt alla umræðu um Afríku. Kynþáttahyggja í því formi sem við þekkjum í dag varð til á 18. og 19. öld með þróun félagslegra og líffræðilegra kenninga um upphaf og þróun manneskjunnar. Dökkt fólk var skil- greint sem lægra sett á gildishlöðnum þróunarskala og það talið standa nær náttúru, en almennt á þessum tíma voru náttúrunni gefin neikvæð gildi og henni skipað und- ir vald manneskjunnar. Kenningar í félagsvísindum á 19. öld aðgreindu svokölluð „frumstæð“ samfélög frá samfélögum sem talin voru nútímaleg og siðmenntuð en slíkar kenningar voru oft samofnar kynþáttatengdum hugmyndum (Kristín Lofts- dóttir, 2003a). Áhersla á Afríku sem hefðbundna heimsálfu birtist m.a. í kenningum um þróun og tilkomu þróunarhjálpar um miðja 20. öld. Þá var í auknum mæli farið að vísa til ríkja utan Vesturlanda sem „þriðja heimsins“ en hugtakið „þriðji heimurinn“ birtist líklega M E N N T A Ð A R O G V I L L T A R Þ J Ó Ð I R : 74
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.