Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Side 87
Talið er að nemendur með erlent móðurmál séu 3% grunnskólabarna, eða 1.340 tals-
ins. Rúmlega helmingur þeirra býr á höfuðborgarsvæðinu (Hagstofa Íslands, 2004b).
Ímyndir fólks frá „fjarlægum“ slóðum er knýjandi viðfangsefni vegna breytts
veruleika íslensks samfélags en einnig vegna aukinnar samtengingar heimsins með
hnattvæðingu. Ég tel áhugavert og afar mikilvægt að skoða hvað sagt er um fjöl-
breytileika í heiminum, sem og birtingarmyndir hans í íslenskum námsbókum. Við
sem búum á Íslandi þurfum að spyrja okkur sjálf gagnrýnið, hvaða mynd við erum
að bregða upp fyrir börn af erlendum uppruna af íslenskum og erlendum samfélög-
um þeirra, en einnig hvaða mynd við erum að bregða upp fyrir íslensk börn – ljósum
og dökkum á hörund – af íslensku samfélagi og heiminum almennt.
ÞAKKIR OG ATHUGASEMDIR
I Rannsóknin er hluti af stærra verkefni, sem ber heitið „Ímyndir Afríku á Íslandi“
og rannsakar umfjöllun um Afríku á Íslandi sögulega og í samtímanum. Verkefnið
er styrkt af Rannís, Rannsóknarsjóði Háskóla Íslands og Aðstoðarmannasjóði
Háskóla Íslands.
II Margt aðstoðarfólk hefur komið að verkefninu en hér má sérstaklega nefna
Þórönu Elínu Dietz sem sá um gagnasöfnun fyrir námsbókahluta verkefnisins og
hluta af úrvinnslu gagna og Gunnar Þór Jóhannesson sem aðstoðaði sérstaklega
við tölfræðilega greiningu á gögnunum. Ég vil þakka starfsfólki bókasafns Kenn-
araháskóla Íslands en meirihluta námsbóka sem notaðar voru í rannsókninni var
safnað þar. Ég er að sjálfsögðu ábyrg fyrir verkefninu í heild og niðurstöðum þess.
III Í lista yfir frumheimildir er gefið yfirlit yfir bækurnar sem skoðaðar voru í rann-
sókninni. Ekki voru þó í öllum tilfellum fullnægjandi upplýsingar til staðar varð-
andi höfund, útgáfuár og stað og útgefanda. Sem dæmi má nefna að oft reyndist
erfitt að átta sig á bókunum eftir Jónas Jónsson, þar sem í sumum tilfellum var um
að ræða sömu bók, þó með nýjum titli og örlítið endurbætt. Annað sem einnig olli
ruglingi var hversu líkar margar bókanna voru, sem höfðu þá gjarnan sömu fyrir-
mynd erlendis frá, en þýddar eða afritaðar af ólíkum höfundum. Til glöggvunar
má nefna bækur sem gerðar voru eftir landafræði danska prófessorsins Ed. Erslev
(1824–1892).
Reynt var að skoða allar útgáfur bókanna sem höndum varð komið yfir. Hins
vegar var ekki alltaf gott að sjá um hvaða útgáfu var að ræða, þar sem slíkt var oft
ekki tilgreint sérstaklega. Í heimildalistanum eru útgáfunúmer nefnd hafi þær
upplýsingar verið til staðar í bókinni. Ártalið í hornkofa á eftir ártali í sviga á að
gefa til kynna eldri útgáfu bókarinnar sem einnig var skoðuð fyrir rannsóknina,
það þarf hins vegar í öllum tilfellum ekki endilega að vera elsta eða frumútgáfa
bókarinnar.
Til frekari glöggvunar á þeim heimildum sem notaðar voru í rannsókninni er
heimildalista frumheimilda skipt í þrennt. Fyrst koma þær bækur sem innihalda
eitthvað um framandleika (samkvæmt skilgreiningu rannsóknarinnar og svo listi
K R I S T Í N L O F T S D Ó T T I R
87