Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Síða 105

Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Síða 105
1. Stjórnendur og flestir kennarar skólans veiti umbótastarfinu brautargengi. 2. Stefnumiðin og þær breytingar sem þeim fylgja gangi ekki gegn mikilvægum hagsmunum í efnahags- og atvinnulífi byggðarlagsins. 3. Umbæturnar fari ekki í bága við ríkjandi viðhorf þorra foreldra í skólahverf- inu eða byggðarlaginu. Hér á eftir verður gerð grein fyrir baksviði og forsendum þessa verkefnis og vinnu- lagi lýst. Í niðurstöðum verða gefin nokkur dæmi sem fengin eru úr lokaviðtölum og spurningalistum og dæmunum skipað undir þrjú megintemu. Tilgangur þessarar greinar er einkum að lýsa vinnulagi því sem beitt var í verkefninu. Brot úr niðurstöð- um eru kynnt svo að lesendum verði ljósara hverju þessi vinnuaðferð getur skilað. BAKSVIÐ OG FORSENDUR Kveikja verkefnisins og fræðilegt baksvið þess liggur annars vegar innan félagsfræði menntunar (sjá t.d. Demaine, 2001) og hins vegar í kenningum um áhugahvöt (moti- vation) eins og hún birtist bæði í námsáhuga hjá nemendum og starfsáhuga hjá kenn- urum og öðru starfsfólki skóla, sem og öðrum sem þar eiga mikilvægra hagsmuna að gæta. Meginmarkmið verkefnisins er að skoða gæði skólastarfs og námsárangur með hliðsjón af atvinnuháttum og efnahag fólks á hverjum stað og þeim félagslegu áhrifaöflum sem ætla má að mestu ráði um stöðu og gengi viðkomandi grunnskóla. Þáttaskil urðu í skólamálum á Íslandi á seinni hluta 20. aldar með stofnun Skóla- rannsóknardeildar menntamálaráðuneytisins á 7. áratugnum og setningu laga um grunnskóla 1974. Varla verður um það deilt að með þessum ákvörðunum stjórnvalda var lagður grunnur að margháttuðum umbótum sem voru brýnar í menntamálum og skólastarfi landsins á þeim tíma og íslenskt samfélag hefur í ríkum mæli notið góðs af æ síðan. Þrátt fyrir nokkrar umræður um skólamál í samfélaginu á 7. áratugnum komu þessar breytingar að mestum hluta „að ofan“, þ.e. frá löggjafar- og fram- kvæmdavaldi. Margar rannsóknir (sjá t.d. Dalin og Rolf, 1993; Evans 2001; Fullan 2001) hafa leitt í ljós að slíkar breytingar ná skammt ef stjórnendur skóla og starfs- menn gera þær ekki að sínum. Samstarf yfirvalda og skólamanna er því einn af lyklunum að farsælu umbótastarfi (sjá Fullan, 2003 og 2005). Hvorugur aðilinn kemst langt í umbótaviðleitni sinni án fulltingis hins. Hér gegnir kennarastéttin aðalhlut- verki. Kennarar stýra hinu daglega starfi í skólastofunni og á þeim velta öðrum fremur gæði skólastarfs í víðustu merkingu þess hugtaks (sjá t.d. Jónas Pálsson, 2002; Wolfgang Edelstein, 1985). En fleiri eiga hagsmuna að gæta í skólastarfi en launaðir starfsmenn og hafa þar óhjákvæmilega mikil áhrif, sumir mundu segja úrslitaáhrif, ekki síst foreldrar og nemendur sjálfir. Í þessu samhengi má heldur ekki gleyma margslungnum áhrifum frá gildum og lífsskoðun manna á skólastarfið, bæði uppeldi og námsárangur (sjá t.d. Bell og Harrison, 1995). Róttækar breytingar – ekki síst í uppeldis- og skólamálum – eru viðkvæmar og erfiðar í framkvæmd og krefjast því vandaðs undirbúnings ef vel á fara. Íslenskt sam- félag var á 7. áratugnum á hröðu breytingaskeiði á nær öllum sviðum þjóðlífsins og margt hlaut að orka tvímælis um framkvæmd umbótastarfsins. Einn af höfundum J Ó N A S P Á L S S O N , A M A L Í A B J Ö R N S D Ó T T I R O G Ó L A F U R H . J Ó H A N N S S O N 105
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.