Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Page 108
viðkomandi grunnskóla með spurningalistunum og byrjunarviðtölum, auk annarra
upplýsinga sem fyrir liggja. Einnig eru höfð til hliðsjónar hliðstæð gögn sem aflað
hefur verið frá öðrum grunnskólum í verkefninu. Fjallað er um sex temu eða málefni
sem talin eru mikilvæg í starfsemi skóla og rætt er við fulltrúa úr öllum sex starfenda-
hópum grunnskólans eins og áður kom fram. Auk þeirra þriggja álitaefna sem fjallað
er um í niðurstöðum hér á eftir var í lokaviðtalinu fjallað um þrjú önnur temu: Upp-
eldi og fræðslu, samskipti foreldra og kennara; grunnskólann sem miðstöð félags-
starfs og mennta og síðasta temað er starfsskilyrði, framtíðarsýn og skólabragur.
Starfendur úr öllum hópunum bregðast við sömu temum. Umræðuefnin og sú aðferð
að ræða þau við alla þá sem koma að störfum í grunnskólanum eða eiga þar mikil-
vægra hagsmuna að gæta er kjarnaatriði í aðferð og gefur ýmsa möguleika til skoð-
unar og greiningar á starfsháttum skóla.
NIÐURSTÖÐUR
Í þessum kafla er greint frá niðurstöðum úr lokaviðtölum og spurningalistum. Ekki
er unnt að gera öllum temunum skil og er umfjöllunin því takmörkuð við þrjú temu
af þeim sex sem könnunin náði til. Í hverju tema er fjallað um viðhorf hvers starf-
endahóps fyrir sig. Í umfjöllun um viðhorf nemenda eru niðurstöður úr viðtölum og
spurningalistum felldar saman en umfjöllun um viðhorf annarra starfendahópa er
skipt í tvo undirkafla þar sem fyrst er greint frá niðurstöðum úr viðtölum og því næst
frá niðurstöðum úr spurningalistum.
Tema 1: Mismunandi námsárangur einstakra nemenda
Í þessu tema voru viðmælendur beðnir að segja skoðun sína á því hvað réði mestu
um það að nemendur ná mismunandi árangri í skóla. Sérstaklega voru tilgreind
fjögur atriði sem þeir voru beðnir að forgangsraða; þ.e. hæfni kennarans, hæfileikar
nemandans og námsáhugi, félagslegir þættir sem snerta hag nemandans og loks
grunnskólinn sem kennslustofnun og samfélag.
Svör nemenda
Í viðtölum setja nemendur í þéttbýlisskólanum áhuga og hæfni kennara í fyrsta og
annað sæti sem meginástæðu fyrir góðum árangri einstakra nemenda, í sjávarþorp-
inu segja nemendur að áhugi nemandans ráði mestu og næstmestu ráði kennarinn og
kennslan. Í sveitaskólanum telja nemendur að áhugi og skilningur á námsefninu ráði
mestu og sá áhugi sé mikið undir kennaranum kominn.
Svör nemenda við spurningakönnun virðast gefa svipaða mynd. Þar gátu þeir
valið tvær skýringar á því að sumir grunnskólanemendur fá hærri einkunnir en aðrir.
Áhugi á námi er sú skýring sem oftast er valin eða í 36% tilfella, í fjórðungi tilfella er
vísað til iðni við heimanám og miklir hæfileikar til náms eru einnig valdir í fjórðungi
tilfella. Athygli vekur að aðeins í 7% tilfella er merkt við góða kennara sem líklega
skýringu sem er jafn oft og merkt er við að einhver heima hjálpi við heimanámið.
G R U N N S K Ó L A R Í Ó L Í K U M B Y G G Ð A R L Ö G U M
108