Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Qupperneq 119
LOKAORÐ
GÓB-verkefnið var í upphafi – og lengst af síðan – einyrkjaverk og ber þess ýmis
merki í aðferð og verklagi, sbr. að ekki tókst að útfæra veigamikla þætti um starfsskil-
yrði grunnskóla og félagslegan bakgrunn starfendahópa á vettvangi. Uppistöður
verksins og vinnugögn eru því enn í mótun. Af þessum sökum má vel lýsa verk-
efninu sem vettvangskönnun með aðleiðsluaðferð til undirbúnings afmarkaðri og
markvissari rannsóknum eða til að kanna skólastarf; t.d. í tengslum við skólamat af
einhverju tagi eða til leiðsagnar við þróunarstörf í skólum. Í þessu samhengi skal
tekið fram að ekkert er því til fyrirstöðu að endurnýja spurningar eða breyta þeim í
viðhorfakönnuninni og velja þá einnig önnur temaefni í stað þeirra sem hér er að
finna og betur þættu samsvara nýjum tíma og öðrum aðstæðum. Jafnvel má halda
því fram að slík vinnubrögð séu beinlínis innbyggð í þá hugmynd og aðferðafræði
sem liggur verkefninu til grundvallar. Því er heldur ekki að leyna að verkefnið er
flókið í framkvæmd því að það beinist sérstaklega að þeim þáttum í uppeldi, fræðslu
og menntun sem erfiðast er að lýsa og greina, þ.e. hinum persónulegu og félagslegu
áhrifaöflum, og hvernig megi virkja þá krafta til umbóta í skólastarfi. Þess vegna væri
freistandi að láta reyna á til þrautar hvaða möguleikar felast í þeirri hugmynd sem
hér er kynnt og þá með skipulegri og markvissari hætti.
HEIMILDASKRÁ
Bell, J. og Harrison, B.T. (Ritstj.) (1995). Vision and values in managing education.
London: David Fulton.
Bruner, J.S. (1960). Process of education. Cambridge: Harvard University Press.
Bruner, J.S. (1974). Beyond the information given: Studies in the psychology of knowing.
London: Allen & Unwin.
Carron, G. og Chau, T.N. (1996). The quality of primary schools in different delvelopmental
context. París: UNESCO Publishing IIEP.
Cooper, P. og McIntyre, D. (1996). Effective teaching and learning: Teachers’ and students’
perspectives. Buckingham: Open University Press.
Dalin, P. og Rolf, H. (1993). Changing the school culture. London: Cassell.
Demaine, J. (Ritstj.) (2001). Sociology of education today. Basingstoke: Palgrave.
Dewey, J. (2000a). Hugsun og menntun (Gunnar Ragnarsson þýddi). Reykjavík: Rann-
sóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands.
Dewey, J. (2000b). Reynsla og menntun (Gunnar Ragnarsson þýddi). Reykjavík: Rann-
sóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands.
Duffield, J., Allan, J., Turner, E. og Morris, B. (2000). Pupils’ voices on achievement:
an alternative to the standards agenda. Cambridge Journal of Education, 30(2),
263–275.
Evans, R. (2001). The human side of school change: Reform, resistance and the real-life
problems of innovation. San Francisco: Jossey-Bass.
Flutter, J. og Rudduck, J. (2004). Consulting pupils: What’s in it for schools. London:
RoutledgeFalmer.
J Ó N A S P Á L S S O N , A M A L Í A B J Ö R N S D Ó T T I R O G Ó L A F U R H . J Ó H A N N S S O N
119