Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Side 142

Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Side 142
lega með starfseminni í ljósi viðmiðanna. Gæðatrygging (quality assurance) felur í sér kerfi aðgerða (eftirlit og eftirfylgni) til að tryggja að aðföng, ferli og útkomur standist þau gæðaviðmið sem sett hafa verið. Loks vísar gæðavottun (accredidation) til út- gefinnar staðfestingar á að lágmarksviðmiðum um gæði sé fullnægt á tilteknum tímapunkti og er undanfari opinbers leyfis eða viðurkenningar á starfseminni. Gæðavísar háskóla Í alþjóðlegum samanburði á gæðum háskóla er algengast að notaðir sé vísar (indicators) sem tengjast aðföngum og útkomum. Lítið er um ferilvísa, enda að ýmsu leyti örðugt að skilgreina gæði verkferla í háskóla- og vísindastarfi. Meðal algengra gæðavísa eru hlutfall kennara í fullu starfi, hlutfall kennara með doktorspróf, hlutfall kennara sem hafa prófessorshæfi, hlutfall kennara sem hafa birt ritsmíðar á viður- kenndum alþjóðlegum vettvangi eða fjöldi slíkra ritsmíða á hvern kennara, fjöldi til- vitnana á hvern kennara, rannsóknarstyrkir (heildarupphæð styrkja, eða hlutfall kennara/sérfræðinga sem fengið hafa styrk úr samkeppnissjóði, eða hlutfall styrk- umsókna sem leitt hafa til úthlutunar), hlutfall lítilla bekkja (undir 20 nemendur), hlutfall stórra bekkja (50 eða fleiri nemendur), kennslurými á nemanda, höfnunar- hlutfall námsumsókna, hlutfall nemenda sem voru meðal efstu 10 prósenta í sínum útskriftarárgangi í menntaskóla og skilvirkni nemenda í námi (t.d. hlutfall nýnema sem skilar fullum námsafköstum eða útskrifast á venjulegum námstíma) (sjá Provan og Abercromby, 2000; Times Higher Education Supplement, 2005; US News and World Report, 2005). Engar heildstæðar upplýsingar er að finna á einum stað um stöðu íslenskra há- skóla með tilliti til gæðavísa eins og þeirra sem að ofan greinir. Þó er hægt að nálgast upplýsingar frá háskólunum sem ná til margra þessarra vísa. Greinarhöfundur aflaði upplýsinga í febrúar 2004 frá skólaskrifstofum og úr ársskýrslum háskólanna og reiknaði út inntökuhlutfall við upphaf skólaárs 2003–2004 (þ.e. hlutfall inntekinna nemenda af skólaumsóknum), skilvirkni nemenda (þ.e. hlutfall virkra nemenda [nemendaígilda] af skráðum nemendum skólaárið 2002–2003) og virka nemendur á hvert stöðugildi fastra kennara (skólaárið 2002–2003). Þá aflaði höfundur upplýsinga frá skólaskrifstofum um hlutfall prófessora meðal fastráðinna kennara (febrúar 2004) og hlutfall fastráðinna kennara með doktorspróf (febrúar 2004). Hlutfall nemenda með stúdentspróf var fengið úr skýrslu Ríkisendurskoðunar (2004). Þá aflaði höfundur upplýsinga frá Vísindasjóði Rannís um fjölda umsókna og styrkja frá skólunum og reiknaði hlutfall umsókna frá skólunum sem fengu styrk á árunum 2002 og 2003. Loks aflaði höfundur upplýsinga um birtar vísindagreinar allra fastráðinna kennara háskólanna í viðurkenndum tímaritum skráðum í ISI-gagnagrunninum fram til miðs febrúar 2004. Af heimasíðum háskólanna og kennaranna skráði höfundur einnig ef kennari hafði birt fræðilega bók hjá alþjóðlegu fræðibókaforlagi. Út frá þessum upp- lýsingum reiknaði höfundur hlutfall kennara sem birt hafði a.m.k 1 fræðilega ritsmíð (tímaritsgrein eða bók) á alþjóðlega viðurkenndum vettvangi. Landbúnaðarháskól- inn á Hvanneyri, Háskólinn á Hólum og Garðyrkjuskóli ríkisins voru ekki með í þessum samanburði, m.a. vegna þess að nauðsynlegar upplýsingar skorti. Þá er rétt
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.