Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Page 148

Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Page 148
Eiginleg gæðavottun (accredidation) kennslu- og rannsóknastarfs á sér heldur ekki stað og engin heildstæð viðmið eru til um það hvaða faglegar kröfur stofnun þarf að uppfylla til að fá viðurkenningu sem háskóli. Segja mætti að þó að eftirliti ráðuneytisins sé áfátt ættu háskólarnir að bæta það upp að nokkru með virku og heildstæðu innra gæðatryggingarkerfi. Slíkt kerfi er þó vart til í íslenskum háskólum. Þótt skólarnir hafi sett sér reglur um gæði starfseminn- ar er virkt eftirlit og eftirfylgni með gæðum deildanna almennt ekki fyrir hendi. Há- skóli Íslands hefur verið í forystu á þessu sviði hérlendis á undanförnum árum, m.a. með reglum um nýráðningar og framgang sérfræðinga og kennara. Þá hefur Háskól- inn sett almennar reglur um gæðakerfi skólans er taka til allra meginþátta í starfsem- inni. Eins hefur skólinn sett sér sérstakar reglur og viðmiðanir um gæði doktorsnáms sem m.a. taka til hæfis og ritvirkni leiðbeinenda og aðstöðu doktorsnema. Sambæri- legar reglur og viðmið um gæði meistaranáms eru í burðarliðnum. Reglurnar um framhaldsnámið gera ráð fyrir reglulegum úttektum á náminu í einstökum deildum af hálfu matshóps sem skipaður er af rektor. Enn hefur Háskólinn þó ekki hafið reglu- bundið eftirlit með gæðum kennslu eða rannsókna í einstökum háskóladeildum. Kjarni góðs háskóla eru hæfir kennarar sem leggja sig fram um góð vinnubrögð og árangur í kennslu og rannsóknum. Í reynd er akademísk staða einstakra kennara í há- skólum misjöfn, sem og metnaður þeirra og árangur í starfi. Reglubundið ytra mat, vottun og eftirlit með gæðum háskólastarfsemi, byggt á samræmdum gæðaviðmið- um, getur haft áhrif á forsendur fyrir ráðningu og framgangi kennara og annarra akademískra starfsmanna og virkað sem hvati fyrir starfsmenn að leggja sig fram í starfi. Með þeim hætti eru gæði háskólastarfseminnar styrkt þegar til lengri tíma er litið. Reynslan af mati og eftirliti menntamálaráðuneytisins bendir til að óheppilegt sé að fela ráðuneytinu faglegt eftirlitshlutverk með gæðum háskólastarfsemi í land- inu. Ráðuneytið horfir í ýmsar áttir og hefur fylgt ólíkum sjónarmiðum í háskóla- málum. Nefna má byggðasjónarmið sem menntamálaráðherrar undanfarinna ára hafa haldið á lofti. Þessi sjónarmið ganga út á að efla háskóla utan Stór-Reykjavíkur- svæðisins til að styrkja atvinnulíf á landsbyggðinni. Byggðasjónarmiðum af þessu tagi getur fylgt ákveðinn vandi. Rík áhersla á háskóla sem tæki til fjölgunar starfa getur leitt til þess að farið sé af stað með kennslu- og rannsóknarstarfsemi án þess að hugað sé nægilega að faglegum forsendum og eru gæði starfseminnar þá í hættu. Einnig má minnast á einkarekstrar- og samkeppnissjónarmið sem menntamálaráð- herrar hafa lagt verulega áherslu á undanfarið. Þessi sjónarmið ganga ýmist út á að einkaaðilar reki háskóla jafnvel eða betur en hið opinbera, ellegar að samkeppni milli einkaháskóla og opinberra háskóla styrki eða bæti með einhverjum hætti starf allra skólanna, einkum þannig að nemendur velji bestu námsleiðirnar og þær lifi því frekar af, nema hinar bæti sig. Þessi sjónarmið byggjast almennt fremur á pólitískri hugmyndafræði en haldbærum gögnum. Benda má á að nýjir nemendur hafa mjög takmarkaðar upplýsingar um gæði kennslu í háskólunum og nánast engar upplýs- ingar um gæði rannsóknanna. Val þeirra á einum skóla og höfnun á öðrum getur því seint tryggt gæði. Þá er að nefna að ríkið veitir sömu grunnfjárveitingu til ríkisháskól- anna og einkaháskólanna. Að auki fá einkaháskólarnir að innheimta skólagjöld af nemendum sínum sem ríkið lánar fyrir. Samkeppni ríkis- og einkaháskólanna er því G Æ Ð A V A N D I Í S L E N S K R A H Á S K Ó L A 148
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.