Morgunn - 01.12.1921, Blaðsíða 3
Börnin, sem deyja ung.
Erindi flutt í Nýja Bíó barnadaginn 1921.
Eftir prófcssor liarald riíclsson.
Bandalag kvenna hefir valið að gera aumardaginn
fyrsta að barnadegi. Það val stafar sjálfsagt af því, að
konurnar trúa á sumarið, og fyrir því vilja þær reyna
að bæta hag einhverra bágstaddra barna í framtíðinni.
Þegar eg lofaði að flytja hér erindi, þótti mér hlýða
að láta það snúast um börnin að einhverju leyti, og eg
vildi jafnframt, að það gæti verið í ætt við sumartrú
móðurhjartans. Fyrir því hefl eg valið að tala um börn-
in, sem deyja ung. Móðurhjartanu stendur áreiðanlega
ekki á sama um, hvernig um þau fer.
Barnslífið hefir eigi ávalt verið mikils metið hér á
landi. I fornsögum vorum er sumstaðar talað um útburð
barna. Hann var alþektur meðal germanskra þjóða. I
Gunnlaugssögu ormstungu segir svo: »Þat var þá sið-
vandi nakkvarr, er land var alt alheiðit, at þeir menn,
er félítlir váru, en stóð úmegð mjök til handa, létu út
bera börn sin, ok þótti þó illa gört ávalt*.
Þér munið, að annar eins höfðingi og Þorsteinn Egils-
son á Borg lagði svo fyrir eitt sinn, áður en hann reið til
þings, að út skyldi bera barn það, er kona hans var
komin að því að fæða, ef það yrði meybarn. Kænska
og ást móðurinnar barg barninu, Það barn var Helga
fagra. Jafnvel á slíkum manni hefir barnaútburðurinn
ekki verið talinn blettur. Og svo var siðurinn almennur,
9