Morgunn - 01.12.1921, Blaðsíða 20
140
MORÖUNN
Fundurinn byrjaði. Miðillinn lagðist á gólfið og gas-
Ijósið var skrúfað niður, þó ekki meira en það, að fund-
armenn sáu greinilega fætur miðilsins standa fram undan
tjaldinu og gráan merinós-kjólinn með rauðum leggingun-
um. Eftir nokkurar stunur i miðlinum, tók tjaldið að
hristast, og fyrst kom hvít hönd fram undan þvi hvað
eftir annað. Skömmu siðar var sjalinu lyft upp og kona
kraup fram undan þvi og reisti 8ig því næst upp og leit
á fundarmenn. Hún stóð svo fjarri þeim, að þeir gátu
ekki greint andlitsdrættina i svo daufri birtu Ritstjór-
inn nefndi þvf nafn vinkonu sinnar og spurði, hvort það
væri hún. En þessi vera hristi höfuðið við því Frú
Marryat hafði þá nýlega mist systur sína Emilíu og spurði,
hvort það væri hún. En þvi var neitað með sama hætti.
Ungfrú Kidlingbury spurði líka, en það fór á aömu leið.
Loks sagði gesturinn í hvislandi vóm, sem frú Marryat
kannaðist vel við: »Mamma, þekkir þú mig ekki?«
Þá stóð frúin upp og mælti: >Elsku barnið mitt, mór
kom ekki til hugar, að eg mundi liitta þig hér«. Hún
ætlaði að ganga i mótí henni, en þá sagði gesturiun:
»Seztu aftur á stólinn þinn, þá skal eg koma yfir til þín«.
Móðirin gerði það og gesturinn settist í kjöltu hennar.
Segir frúin avo frá, að hún hafi verið nær því nakin;
sítt hárið fóli laust niður bakið; armleggir og fætur voru
berir og fótleggirnir að neðan; sá búningur, sem hún var
í, virtist ekki hafa neitt ákveðið snið, en var likastur
margra metra langri, mjúkri músselín-slæðu, sem vafið
var utan um líkama hennar ofan frá brjóstunum og niður
fyrir kné Hún var mjög þung og limir hennar kröftug-
legir og vel Bkupaðir. Ef hún hefði lifuð, liofði hiln þá
átt að vera 17 ára gömul.
•Florence, elskaða barnið mitt, er það í raun og
sannleika þú?« mælti frú Marryat.
»Skrúfið þið gasljósið upp«, svaraði gesturiun, *og
l'tið þið á munninn á mér«.
Ritstjórinn gerði sem hún bað um, og nú sáu þau