Morgunn - 01.12.1921, Blaðsíða 78
m
MORGUNN
hverfa þær smám saman. Það er hægt að sjá sömu stigin,
þegar þær breytaat í upphaflega efnið og sogast inn i
líkama miðilsins, eins og þegar verið er að framleiða þær.
En stundum er hvarfið ekki fólgið í breytingunni í upp-
haflega efnið, heldur í því, að einkenni, sem skynjuð verða,
hverfa smátt og smátt; greinileikinn sljóvast hægt og
hægt, unz drættirnir óskýrast, þurkast út og hverfa.
Alt af meðan líkamningin stendur yfir, er auðsætt
lífeðlislegt og sálarlegt samband milli hennar og mið-
ilsins. Stundum sést lífeðlislega sambandið, þar sem er
mjótt band úr efninu milli myndarinnar og miðilsins. Það
er tengsl, sem líkja mætti við naflastrenginn, sem tengir
fóstrið við móðurina. En lífeðlislega sambandið er náið,
enda þótt þetta band sjáist ekki. öll áhrif, sem útstreymið
verður fyrir, flytjast yfir á miðilinn og þvert á móti. Hin
afarrika viðbrigða tilfinning myndarinnar er nátengd sama
eiginleika hjá miðlinum. Alt virðist sanna það, að út-
streymið sé i raun og veru miðillinn sjálfur, að nokkuð
af honum hafi streymt út úr likamanum. Eg á auðvitað
eingöngu við lífeðlislega hlið málsins, en ekki i þessu
Bambandi við þá hliðina, sem er algerlega sálfræðileg.
Þýðingin eftir Ragnar E. Kvaran'.
Skynjcinir ndlægt cindláti.
í öiium íöudum er þaö fullyrt af mjög merkum mönnum, að þegar
eumir meun hafi verið komnir nálægt andláti, hafi þeir fariö aö verða
varir vi& návist annars heims. Stundum hafa þeir þá séö framliðna
vini sína og vandamenn, stundam heyrt söng eða hljóðfæraslátt írá ósýni-
legum heimi, o. b. frv. Morgni væri þökk á því,|ef vinir hans vildu senda
ritstjóra timaritsins áreiðanlegar sögur þess efnis, en sérstaklega, ef í
sögunum eru fólgnar einhverjar sanuanir þess, aö þaö hafi verið veru-
leikur, sem mennirnir hafa þózt skynja.