Morgunn - 01.12.1921, Blaðsíða 97
M 0 RG-UNN
217.
Dr. Keen fullyrðir, að meiri framfarir muni hafa orðið
þessi 72 ár, en á jafnmörgum öldum áður og endar með
þessum orðum: »Mér er næst að ætla, að hin næstu 70'
ár verði jafn-árangursrík sem hin síðustu 70. Mér er að
eins stór eftirsjón í því að eg skuli elcki fá að líta þær
framfarir. Þó ætti eg ekki að mæla svo, með því að
eg trúi því, — trúi því statt og stöðugt, — að eg muni
lifa eftir dauðann, og það með langtum betri hæfileikum
en þeim, er við höfum yfir að ráða á jörðu hér. Eg
held, að eg muni vita hvað gerist í þessum stóra og þó
smáa heimi*.
Sir William Osler, sem var einn allra mikilhæfasti
læknir hins engilsaxneska kynflokks, konunglegur prófessor
i læknisfræði við háskólann i Oxford, og auk þess viður-
kendur um allan hinn mentaða heim sem afburða læknir
innvortis sjúkdóma, er nú nýlega kominn yfir um. Að
honum látnum fanst þetta bréf, dagsett fáum dögum fyrir
andlát hans: »Kæru vinir, nú mun eg innan skams ná
höfn eftir hina ágætu sjóferð með minum góðu félögum;
og drengurinn minn bíður mín«.
Sonur hans, lautenant Revere Osler, hafði fallið í
ófriðnum, og William var þess fullvís, að hann mundi
finna hann. Hann var sannfærður um, að líkamlegur
dauði mundi ekki binda enda á líf sitt sem vitandi veru,
enda hefi eg þekt og þekki fjölmarga lækna, sem eru
sannfærðir um að takast megi að ná vitsmunasambandi
milli framliðinna og jarðneskra manna.
Einn hinn mesti djúphyggjumaður, sem nokkru sinni
hefir verið uppi, William Shakespeare, skáldið og spá-
raaðurinn, víbsí vel hvað hann fór, er hann lagði Hamlet
í munn þessi ódauðlegu orð; »Það er fleira á himni og
jörðu, Horatius, en heimspeki þína dreymir um«. Og
þessi áminning á vel við, engu síður nú en þá«.
Eg hefl ritað þetta um James Hervey HySlOþ með
iotningarfuilri og þakkiátri minningu um hann, sera kenn-
ara, speking og spámann, og eg hefi gert það meðfram til