Morgunn - 01.12.1921, Blaðsíða 39
M0R8UNN
159
biðja fyrir Kathleen, undir eins og hún var orðin svo
görnul, að hún gæti beðið.
I rnarz dreymdi frú Norman oft um Kathleen.
Einu Binni epurði hún i huganum: »Af hverju er mig
altaf að dreyma Kathleen?«p og fekk þetta svar með
ósjálfráðri skrift: »Af því að myndin af mér heflr
verið tekin burt«. — En svo stóð á, að mynd af Kathleen
hafði lengi verið i ramma, en síðan verið látin aftur
fyrir aðra mynd, sem aett var í sama rammann. Eftir
þetta skeyti var myndin látin á sinn fyrra stað, og
draumarnir hættu.
Þann 28. marz skrifaði frú Norman ósjálfrátt: »Mon-
ica þarfnast ástar ykkar og skeyta*. Undir þessu stóð
Kathleen En þangað til höfðu ekki komið nein skeyti i
nafni Monicu.
Fyrst komu nokkur uppörfunar-skeyti, án undirskrift-
ar, og 9. april kom skeyti frá föður hr. Normans, sem
hljóðaði þannig: »Kæri drengurinn minn! Eg get ekki
lýst þeirri gleði, sem eg finn til við að segja þér, að elsku-
Monica ykkar og eg erum oft saman. Við vökum yfir
ykkur og öllum ástvinum ykkar. Guð blessi ykkur. —
Þinn elskandi faðir».
Á eftir þessu skeyti var annað, sem var á þessaleið:
»Velliðan sálarinnar er algerlega komin undir vilj-
anum. Einbeitið huganum. Þú skalt vita, hvers þú
þarfnast og halda ásetningnum hreinum. Þá muntu öðl-
ast það.
Straumar ástar munu streyma frá þér, en þú þráir
til einskis, ef þú væntir ástar dauðlegra manna. Barn,
Guð einn mun fulluægja hjarta þínu.
Þér mun ganga betur með timanum. Reyndu að
vera þolinmóð í öllum hlutum. Láttu ekki smámuni
trufla þig. Reyndu á kraftana; það verða andarnir að
gera. Þetta er einn af þeim. í friði. Amoie*.
Þessi andi kvaðst vera verndarengill hr. Normans.
Þ. 12. april kom skeyti frá Monicu, þar sem hún