Morgunn - 01.12.1921, Blaðsíða 114
234
MORGUNN
Barn skilur við.
Sýn Oddnýjaf Helgason í Winnpieg.
Drungi mikill rann á mig, er eg sat við rúm Sybil
litlu Dearman, á St. Boniface sjúkrabúsinu, nokkurum
klukkustundum áður en hún andaðist. Eg lokaði augun-
um og sat aðgerðalaus nokkura hríð.
Mér birtist þá úr andaheiminum stórkostlegt undir-
búningsverk, er hinir ósýnilegu vinir voru að búast til
að taka við anda barnsins þegar hann losnaði við líkam-
ann. Þetta er svo Ijóslifandi fyrir hugskotssjónum mín-
um, að mér líður það ekki bráðlega úr minni. Eg sá
fjögur ljósklædd, lítil börn á sama aldri og þessi litli
vinur okkar var. Þessi andabörn héldu á ferhyrndu
klæði á milli sín. Skúfar voru á hornunum og héldu börn-
in i þá. Klæðið var úr ljósu, gisofnu efni og voru á því
gullslitir blettir, sumir líkir stjörnum. Ein röndin á klæð-
inu var sveipuð utan um hnakkann á sjúklingnum litla.
Fyrir aftan klæðið stóð fagur andi, hár og virðulegur;
skikkja hans var sterk-gul og gylt að lit. Hann strauk
höndunum hægt eftir líkama barnsins frá fótunum og upp
eftir, eins og hann væri að draga sálina út á klæðið. A eft-
ir strokum þessum kom í ljós mynd, ímynd barns, út úr
höfðinu á telpunni. Mynd þessi virtist vera óráðin í því,
hvort hún ætti að yfirgefa líkamann alveg eða vera kyr
í honum. Og er myndin var mitt á milli barnsins og
andans að baki, þá dróst hún aftur inn i likamann.
Tvær klukkustundir liðu og litli sjúklingurinn varð
nú aftur heitur og eirðarlauB. Þessi drungi kom aftur
yfir mig og eg fann greinilega að hópur af anda-vinum
hafði safnast saman við rúm sjúklingsins; fyrir framan
andlit barnsinB sá eg einhvern halda á verkfæri, sem
líktist lítilli ösku úr dökkum, fægðum við. Út frá öskj-
unni rétt við andlit barnsins virtist koma i ljós svampur
og út írá honum streymdi svalandi raki; en öðru hvoru
líktist það blævæng. Mér varð litið á bakið á þessari