Morgunn - 01.12.1921, Blaðsíða 60
180
MOEÖUNN
Mér var það örðugt verk; það var kærleika-erfiði, sem
gekk nær mér en nokkut' getur gert aér í hugarlund; á
hverjum degi rótaðiat sverðið í sárinu. En þetta verk varð
að vinna, því að fjársjóðu á ekki að fela. Eitt heíir aorg-
in kent mér: menn verða að gera aðra hluttakandi i
öllu góðu, aem fellur þeim í skaut.
»Svo að eg hverfi nú aftur að efninu — við Bim töl-
uðum saman i draumnum. Hann tók prófarkirnar upp,
og eg aagði honum, hvað þetta gengi nærri mér, hvað
örðugt mér gengi að skrifa, og hvað mér fyndist eg
klaufaleg og vandræðaleg. Þessi ritstörf væru líkust því
að fæða hann af nýju, siðferðileg fæðing. Barnburður er
þjáningalaus, sagði eg, i samanburði við það að rita end-
urminningar um ástfóiginn, látinn mann.
»Þá mælti hann: »En þú getur enga hugmynd haft
um það, hver hjálp mér er í þvi að vera samvistum við
þig. Að eins eitt er að: Þú hælir mér of mikið*.
»Eg svaraði honum á þessa leið: »Já, mér hefir komið
það til hugar, og eg hefi verið að hugsa ura það, hvort
eg sé fær um að teikna rétta mynd af þér. En eg segi
við sjálfa mig, að enginn geti ætlast til þess, að eg setji
mig niður og fari að telja upp galla þína. Eg verð að
rita eins og eg þekki þig, og lýsa þér eins og eg sé þig«.
»Eg sá ánægjuna á andliti hans; en hann tók aftur
að mótmæla mér. »Hvað sem því líður«, sagði hann,
»þá hælirðu mér of mikið; þetta er alt lof um miglc
Og eg svaraði í draumnum:
»En líttu á ritningargreinina, sem eg hefi gert að
einkunnarorðum bókarinnar:
*Nolclcrir þeirra eftirlétu sér nafn,
svo að menn lcunngjöri þeirra lof«.
Og í draumnum faðmaði eg hann og sagði: »Þessi bók er
til að kunngjöra þitt lof». Þá vaknaði eg.
»Til þess að mönnum verði nú skiljanleg heimfærsla
skeytisins, sem frá verður sagt, verð eg að láta þess getið,