Morgunn - 01.12.1921, Blaðsíða 91
M. 0 R Q U N N
211'
Þetta rnál, eins og svo mörg fleiri vandamál hennar,
stendur í sambandi við þá miklu breytingu, sem orðið
hefir í andlegum efnum hér á landi síðustu árin.
Áður var það sinnuleysið, dauðinn, sem olli henni mestra
örðugleika. Nú eru allar horfur á því, að það verði
áhuginn, lifið, sem hún verði að gjalda varhuga við að
ekki varpi henni fyrir ætternisstapa. Um alt land er nú
að vakna mikill áhugi á andlegum málum, þar sem hann
var áður enginn. Hér og þar um alt land er nú rætt af
hinni dýpstu alvöru ura örðugustu vafamál og æðstu
vonir mannsandans, þar sem alt þess konar lá í þagnar-
gildi eða var aðhlátursefni fyrir nokkurum árum. Trúar-
brögðin eru víða að verða stórmál í hugum manna, þar
sem þau skipuðu áður lítið eða ekkert rúm. En lang-
flestir telja hinir nýju áhugamenn sig eiga kirkjunni frem-
ur lítið að þakka. Vilji kirkjan forðast að stofna sjálfri
sér i voða, er það áreiðanlega hennar verk nú að hæna
þessa menn að sér Hún gerir það ekki með neinum
andlegum klöfum, ekki með bókstafs- eða trúarjátninga-
dýrkun, ekki með þeim »hreinu línum^, sem sumir menn
virðast hafa svo mikla trú A nú á tímum. Hún gcrir
það ekki heldur með neinni lögstirfni eða einkaréttar-
kröfum fyrir prestastéttarinnar hönd Hún gerir það
ekki með tómlæti við það að laga tilfinnanlegar misfell-
ur, sem eru gremjuefni alvarlega hugsandi kristnum
mönnum. Iiún gerir það með lipurð, frjálslyndi, víð-
sýni og andríki. Iijartanlega óskar Morgdnn þess að
hún megi bera gæfu til að ráða fram úr öllum sínum vanda-
rnálum Bem viturlegast.