Morgunn - 01.12.1921, Blaðsíða 118
288
MOR&UNN
verur. Þar af þekti eg Eggert kaupmann Waage og
hans konu og Pétur Guðj'ohnaen og hans konu. Á öllum
þessum hóp var mikill áhyggjusvipur. Frá hópnum
uppi yíir eldinum sá eg liggja band, álíka breitt og
algengt málband, niður í bálið. Bandið var hvítgult og
með dökkum blettum hér og þar. Eg sá bandið á að
giska 2—3 minútur. Þá sé eg alt í einu, að einhver
vera er kominn í faðminn á Eggert Waage; ekki gat eg
séð hver hún var en þóttist þess fuilvis að hún hefði
komið upp úr bálinu. í sama bili var allur hópurinn
orðinn mikið glaðlegri en áður, en einkum Waage. Þá
hvarf sýnin. Eg fekk ekki fulla vitnesku um það fyr
en síðar um daginn, nokkurum klukkustundum eftir að
eg fór frá bálinu, að nokkur hefði farist í eldinum.
Vilborg Guðnadóttir.
Bæklingurinn
um
Lífið cftir dciuðann.
Svo heitir lítil bók, sem fyrir skömmu kom út
Hún er frumsaminn af stórmerkum, þýskum fræðimanni,
Guttav Theodor Feclmer, en Jón Jacobson landsbókavörð-
ur heHr þýtt hana.
Bókin kom fyrst út árið 1836. Hún hefir verið ágæt
á sinni tíð. Höf. er trúaður heimspekingur. öll bókin
er falleg og viturieg. Vér getum hugsað oss, að hún eigi
enn gott erindi til sumra manna, sem eru svo gerðir,
að þeim er nær skapi að reisa lífskoðun sína á heim-
spekilegum ihugunum og ályktunum en á rannsóknum
og sönnunum.
En ekki dyljumat vér þess, að vér mundum fremur