Morgunn - 01.12.1921, Blaðsíða 38
158
MORGUNN
Ungfrú Dallas athugaði eldhúaið og gasmælinn og
komst að þeirri ályktun, að ef einhver jarðneskur maður
hefði skrúfað fyrir gasið, hefði hann hlotið að sjást úr
eldhúsinu, og þar að auki var a. m k. einu sinni ekki
neinum til að dreifa, þar eð telpan var i skóla.
Þann 17. apríl um kl. 8 síðd. kom fyrir annað atvik,
sem hr. Norman segir þannig frá í bréfi til ungfrú Dallas:
»A borðstofuborðinu lá örk af skrifpappír. Alt í einu
tók hún að hreyt'ast á mjög óvenjulegan hátt; hún beygð-
ist og vafðist upp í sívalning, og síðan hoppaði hún upp
og niður svo sem þumlung eða lengra frá borðinu. Eg
ætla ekki að reyna að lýsa undrun okkar. Konan mín
tók þá blýant, og hönd hennar ritaði ósjálfrátt og hratt:
»Hrekkjalimurinn er eg. Látið tóma kassann ykkar segja
ykkur nokkuð. Það er að eins eg, nálægt ykkur báðum.
Opnið augun betur, hjörtun mín. Kystu pabba. — Ykkar
Pet1)..
Þau hjónin vissu ekki, hvað við var átt með tóma
kassanum, en þegar þau voru að sofna um kvöldið, heyrðu
þau stóran hvell, sem frú Norman fann út að kæmi frá
tómum meðalakassa, sem Moniea hafði átt, en settur haí'ði
verið undir rúmið og gleymst þar.
Upp frá þessu fór frú Norman að rita ósjálfrátt.
Gerði hún það vanalega með hægri hendinni og vissi ekki
á meðan, hvað ritað var. Hún vill helzt lesa eða láta
tala við sig á meðan til að balda athyglinni frá skriftinni.
í ósjálfráðu skriftinni var Monica fyrst nefnd i skeyt-
um frá Kathleen, systur frú Norman, sem langað hafði
til að sjá Monicu, áður en hún dó Hr. Norman var, eins
og fyr er sagt, í óvináttu við þessa mágkonu sína, og
hann myndi a. m. k. sízt hafa búist við, að Kathleen
skyldi vera við riðin byrjunina á þessu sambandi milli
Monicu og foreldra hennar. Frú Norman hefir líklega
furðað minna á þvi, þar eð hún hafði kent Monicu að
‘) app&hald, eftirltetisgoö.
1