Morgunn - 01.12.1921, Blaðsíða 56
176
MORGUNN
hana var þá kominn til landseturs, sem heitir Cloude, og
hafði sett þær bækur, sem hann hafði flutt með sór, í
hillur í samkvæmissalnum. Hann leitaði fyrst i þeim
bókum, sem Georg hafði átt, en komst að raun um, að
að það voru ekki nema fáeinar skólabækur, og að sonur
hans hefði ekki getað átt við neitt, sem i þeim stóð.
Hann fór þá að leita í öðrum bókum að bók í grænu
bandi. Fysta bókin, sem hann tók ofan úr hillunni, var
Endurminningar eftir Edward Fitzgerald lávarð. Þessi
bók er venzluð Georg með þeim hætti, að höfundurinn
var afa-afi hans. Á bls. 27 byrjaði grein á þessum orð-
um: >Eg veit ekki hvað eg vildi ekki vinna til þess, að
vera hjd þér, til þess að hugga þig, elskulegasta mamrna
mín*.
Frú Leonard hafði aldrei komið til Ciouds.
Um þá sönnunina, sem nú skal frá skýrt, segir
Lady Glenconner, að hún hafi sannfært fjölskyldu sína
betur en nokkuð annað um það, hver sendi skeytin —
að það væri Bim sonur hetinar? En til þess að skilja
sönnunina verður að skýra nokkuð frá aðdragandanum.
»Á undan ófriðnum* segir höf., »var skógrækt það,
sem faðir Bims hafði mestan áhuga á. Til þess að fá
enn meiri fræðslu í því efni, fór hann til Þýzkaland árið
1901, og ætlaði sér að sjá skógana þar, sem ræktaðir
hafa verið undir yíirumsjón stjórnarinnar. Þó að hann
flytti ekki inn á hið skozka heimili sitt þá áhrifamiklu
reglufestu og þann tilbreytingarlausa strangleik, aem ríkir
í Bkógrækt Þjóðverja, þá hafði þessi utanlandsferð hans
það í för með sér, að gróðrarstöðvarnar og skógarnir við
Glen voru stundaðir af meiri vandvirkni og skyrtsemd
en á fle8tum landeignum i Stórbretalandi.
»Hann fékk glöggari sjón á því en flestir aðrir menn,
hverri fullkomnun skógræktin getur náð. Oft var það,
þegar verið var að ganga um ilmandi furuskógana, og
menn fóru að láta í Ijós aðdáun og fögnuð út af því