Morgunn - 01.12.1921, Blaðsíða 49
MORGUNN
169
Eg þekki þær ekki af eigin reynd og eg mun láta trúna
mína á gömlu sönnunina nægja mér, hérvistartíma minn
út. En hvað sem því líður, þá finst mér enginn hlutur
væri gleðilegri og mikilvægari fyrir kirkju Jesú Krists
en að inannsandinn, sem enn hefir ekki látið sér nægja
sönnun og kenning Jesú Krists eða efað hana, komist, á
hvaða hátt sem er, til sannleikans viðurkenningar. Að
hinir mörgu Tómasar nútímans »hættu að vera vantrú-
aðir en yrðu trúaðir*, ef ekki með þessari aðferð þá
hinni, það finst mér aðalatriðið, og hvað getur mér, sern
boðbera Jesú Krists kenningar, verið meira áhugamál, og
hvaða sigur er kirkju Krists meiri en sá, að allir, helzt
allir, yrðu sannfærðir um þessa höfuðkenningu kirkjunnar:
ódauðleika kenninguna og lífsbreytnina hér á jörðu i
sambandi við vor eilífu afdrif? Hvaða ósk ætti Jesú
Kiists lærisveinum að vera ríkaii i hjarta, en að guðs-
ríkið komi til vor niðri á jörðunni. Guð gæfi að sá tími
væri í nánd; þá er allt fengið. En það er einmitt það,
sem tilfinnanlegast hefir vantað, guðsríkis stefnuna og
guðsríkisandann inn i hvert einasta mannsbrjóst, á hvers
manns varir, í hvers manns hönd. t>að skiftir engu, livort
einn og sami sannleikurinn er sagður af mér eða þér, ef
hann að eins nær að rótfestast í hjörtuuum. Sannleikur-
inn er eilífðarblóm, sem aldei verður deytt; það má fela
hann, það má moka ofan yfir hann um tíma, svo hans
verði ekki vart, en fyr eða síðar brýzt hann upp úr
moldinni, eins og eldurinn úr iðrum jarðarinnar. Lygin
er fösk jurt, blómgerfingur, sem engan lifeþrótt liefir,
hún deyr algerðum dauða. Þannig er hver lygastefna
fölsk jurt, sem lítil langvarandi hætta stafar af; hún er
fyrirfram dauðadæmd; en sannleikurinn skal fram, hvað
sem hver segir. Allar árásir á hann eru þýðingarlausar,
og það er reynslan ein, sem fellir einhlíta dóminn.
Kirkja Jesú Krists hefir nú um 19 aldir flutt, sem
sannaðan sannleika, kenninguna um eilífa lífið eftir dauð-
an og að það sé öllum jarðneskum fjársjóðum betra, og